Andvari - 01.01.1908, Side 17
Árni Thorsteinsson.
11
upp að liafa nema sem minst steinlímið, og varð
það til þess, að þegar varðan var komin nokkuð á
leið, þá hrundi all saman, suinir segja fyrir lopt-
skjálfta af fallbyssuskotum franska herskipsins á
Reylcjavíkurhöfn. Var þá búið að verja í vörðuna
öllu samskotafénu og 50 dölum að auki.
Nú héldu allir að þessu fyrirtæki mundi lokið,
og leið svo og beið, þar til sumarið *1S68. Þá fóru
menn að taka eptir því, að farið var að aka grjóti
að vörðunni og vinna þar að steinsmíði, og var
Sverrir yfirmaður; rak menn i rogastanz, því að
einginn vissi til þess, að neinir peningar til byggi'ng-
ar þessarar væri fyrir hendi, og, eins og Jón Guð-
mundsson kemst að orði í Þjóðólfi1, »eingi nefndi
ný samskot, enda mundi það lrafa haft lítið upp á sig,
þegar svona liafði tekizt slysalega til fyrir hinu; og
hvaða Krösus mundi svo vekjast upp, er vildi og
gæti lagt í sölurnar jafnmikið fé og þyrfti til vand-
aðrar kalkmúraðrar vörðu? Þess vegna hugsuðu
allir, að hér yrði ekkert úr. Eingi vissi lieldur til,
að neinn væri forgaungumaður verksins fremur einn
en annar. Svona gekk fram í Ágúsllok. Að vísu
smáhækkuðu veggirnir og' fór að draga undir dyra-
hvelfmguna, og þá fóru menn þó smámsaman, eink-
um eptir það verkamönnum var fjölgað, þegar kom
fram í September, og farið var að leggjast fast á
verkið, að ganga úr skugga um það, að liér hlyti að
vera einliver hulin hönd og eigi févana, er hæði
stjórnaði verkinu og hratt því svo áfram, að stórum
fór nú að muna með hverjum degi, og jafnan vorn
horguð tregðu- og fyrirstöðulaust hin um sömdu
verkalauncc. Ennfrcmur segir Jón Guðmundsson:
»Það er nú (6. Okt. 1868) eigi orðið neitt launung-
armál, að bæjarfógeti vor herra Á. Thorsteinsson
1) XX, 45.