Andvari - 01.01.1908, Side 26
20
Um uppliaf
og meiðingar, geisa ifir landið, og má geta nærri,
hvern hnekki alt þetta gerði alþíðu manna. Ástand-
ið var óþolandi til lengdar, og allir vitrir menn hlutu
að sjá, að á því varð ekki bót ráðin öðruvísi enn
með því að koma á einveldi. Að hverfa aftur að
hinni fornu stjórnarskipun með mörgum og smáum
goðorðuin var ómögulegt úr þessu. Hins vegar hafði
enginn einstakur höfðingi nógu mikið bolmagn til að
bæla undir sig liina höfðingjana og gerast einvaldur
ifir landinu; þar var hið forna hjeraðafrelsi og forn
trigð lijeraðsbúa við höfðingja sina til firirstöðu. í
baráttu sinni um völdin fara höfðingjarnir að leita
liðsinnis Noregskonungs og leggja mál sín í hnje
honum,1 og hið útlenda biskupavald Iegst á sömu
sveifina, Hákoni í vil. Með sögulegri nauðsin hverf-
ur alt að »hinu gapanda gini náhvalsins«. Hákon
lætur höfðingja þá, sem hann nær tökum á, afsala
sjer goðorðum sínum í hönd konungi, og 1258 liefur
hann fengið, eða þikist hafa fengið, heimihlir firir
goðorðum þeim, sem Þórður kakali og Þorgils skarði2
höfðu haft hönd iíir í Norlendingafjórðungi, goðorð-
um Snorra Sturlusonar í Borgarfirði, Þorleifs Þórðar-
sonar á Akranesi, Gizurar Þorvaldssonar í Árnesþingi
(og Kjalarnesþingi?) og Oddaverja í Rangárþingi. Ifir
þetta ríki skipar konungur Gizur Þorvaldsson sem
jarl sinn sumarið 1258, er hann hafði frjett víg Þor-
gils skarða, og átti hann auðvilað að reina að fá þá
1) Kolbeinn ungi má eiga það, að hann er nálega sá eini af liöfð-
ingjum þeim er nokkuð kvað að, sem aldrei síndi Hákoni konungi neitt
tillæti, og ekki gerðist hann liandgenginn konungi í utanferð sinni (1235)
og inun þó liafa átt þess kosti, því að sagan segir, að konungur liaíi tekið
honum vel, er liann fann hann í Björgvin. (Sturl. Oxf. I 338).
2) Porgils hafði jafnvel látið bændur í Skagaíirði og Eijafirði sverja
konungi skatt árið 1256. Líklega er það þó svo að skilja, að þeir liafa
lofað skattgjaldi í eitt skifti, enn ekki æfinlegum skatti ('sjá siðar).