Andvari - 01.01.1908, Qupperneq 30
24
Um upphaf
að ekki hafi verið mart með þeim hræðum og jarli.
Brandssinir þorðu ekki að sinna þessu, enn í svari
sínu lil Þórðar munu þeir þó hafa mæll óvingjarn-
lega til jarls, því að síðar, þegar jarl hafði náð i það
bijef, kendi hann þeim fjörráð við sig.1
í Eijafirði átti Steinvör Sighvatsdóttir, kona
Hálídanar Sæmundssonar á Keldum, að rjettum lands-
lögum mannaíorráð eptir bróður sinn Þórð kakala
látinn, og reindi hún að sporna við því, að það irði
konungi að bráð. Fal hún það íirst Þorvarði Þór-
arinssini, tengdasini sínum, enn hann var þar óvin-
sæll af bændum. Síðan, þegar hann hrökk þaðan
1258 um vorið, sendi hún son sinn Loft norður til
að gæta eigua sinna i Eijafirði, og hann sat þar,
þegar Gizur jarl kom út.2 Eílaust liafa ekki ailir
bændur í Eijafirði verið búnir að gleima fornri trigð
við Sighvat Sturluson og Þórð kakala og sumir
þeirra að minsta kosti heldur viljað unna Lofti,
frænda þeirra, ríkis í Eijafirði enn Gissuri jarli, sem
þar var ekki kunnur að öðru enn ránum og mann-
drápum, er hann framdi í herförinni þangað norður
eftir Flugumírarbrennu.
Firir norðan Yaðlaheiði í Þingeijarþingi, hafði
Sighvatr Sturluson haft heimildir á öllum goðorð-
um norður til fjórðungamóts (Sturl. I 881), og Þórðr,
sonur lians, eftir hann; kallaði Þorvarðr Þórarinsson
sjer það mannaforráð með sömu heimild og Eija-
fjörð3 og átti þar marga íilgdarmenn og vini, að
minsta kosti í Reikjadal og Fnjóskadal4, um það leiti
1) Sturl. Oxf. 11 256—258.
2) Sturl. Oxf. 11 251.
3) Hák. Hák. Fms. X 94.
Sturl. Oxf. 11 251.