Andvari - 01.01.1908, Qupperneq 33
konungsvalds á íslandi.
27
Þórðarsini, enn sumir, einkum innan til, að Hrafni.
Að sunnan mun ríki Böðvars liafa náð lijer um bil
inn að Hilará. Böðvar var mesti spaklætismaður og
þá farinn að eldast. Beitlust sinir hans því mesL
lirir mannaforráðið, einkum Siglivatr. Þeir feðgar
áltu nú um sárt að binda eftir dráp Þorgils Böð-
varssonar (22. janúar 1258) og liugðu á hefndir við
I’orvarð Þórarinsson. Gott var í frændsemi þeirra
og Sturlu Þórðarsonar og traust samband þar á milli.
Um vorið 1258 fóru þeir Sighvatr og Sturla norður
i Éijafjörð að þorvarði með her mans og fengu stökt
honum af Grund, enn ái’angurinn varð að öðru leili
minni enn til var ætlasl. Hafði Sighvatr ætlað að
fá Hrafn í förina með, enn hann vildi ekki, og var
því fátt með þeim.
í Austfirðingafjórðungi rjeðu þeir frændur rikj-
um, Þorvarðr Þórarinsson og Ormr Ormsson. Ormr
var fæddur sama árið og faðir hans, Ormr Jónsson,
dó (1241) og halði erft mannaforráð eftir Sæmund
bróður sinn, þegar hann var veginn 1252. Var Ormr
þá barnungur og mun Skeggi í Skóguin Njálsson,
móðurbróðir hans, hafa sjeð um með honum með
tilstirk Brands ábóta, föðurbróður lians, uns hann
varð fulltiða.1 Ríki hans náði íirst og fremst iíir
Síðuna, liið gamla mannaforráð Svínfellinga, frá Jök-
ulsá á Sólheimasandi austur að Lónsheiði, enn auk
þess mun hann hafa erft goðorð þau, sem Sæmundr,
bróðir hans, hafði náð undir sig' frá Þórarinssonum,
Þorvarði og Oddi, og tóku þau ifir allar sveitir frá
Þónssheiði norður til Gerpis, og upp til Eivindarár
■> Sliii-l. Oxf. 11 99.