Andvari - 01.01.1908, Page 35
konungsvalds á Islandi.
29
ann, sem blaktað hefur á þessu landi. Ríki hans var
sumt ekki trigt, sumt í óvina höndum, og fjandmenn
á báða bóga. Hann varð að fara gætilega. Firsta
veturinn situr hann í erfðahjeraði sínu, í Kallaðar-
nesi, og sparir ekki að halda á loft tign sinni með
þeirri rausn og stórmensku, sem honum og öðrum
Haukdælum var lagin, og að laða menn til sín með því
að kitla hjegómagirnd þeirra. Á Allra heilagra messu
(1. nóv.) um haustið var stórveisla hjá jarli, því að
þá gerðust 30 menn honum handgengnix-, sumir hirð-
menn hans, sumir gestir. Ljet hann það í veðri vaka,
að handgengnir menn, hvort sem þeir væri hirðmenn
eða skutilsveinar, skildu hafa sömu nafnbætur í Nor-
egi hjá konungi, sem þeir liefðu hjá jarlinum, og
gengust ímsir upp við það, enn það reindist fals síðar.
Var mikill glaumur og gleði í Kallaðarnesi um vet-
urinn. Enn jafnframt reindi jarl að triggja sjer
norðurhjeröðin, einkum Skagaljörð, og sendi þangað
erindreka sina til að búa í haginn firir sig. Mun
honum hafa orðið talsvert ágengt við hina stærri
bændur, enda hefur hann vafalaust sem konungs-
maður haft góðan sluðning hjá klerkdómnum á Hólum;
Heinrekr biskup var þá utan lands. Víst er það,
að jarl fór um vorið norður í Skagaijörð og þaðan
til Eijaíjarðar, keipti Stað í Reininesi og gerði þar
hú; studdu bændur lijeraðsins hann til þess með fjár-
framlögum og tóku honum vel. Hvergi mintist jarl
á loforð sín að koma skatti á landið, því að hann
vissi, að það var óvinsælt mál. Meira að segja lísti
hann beint ifir því, að »hann skildi þessa nafnbót
(jarlstignina) engum peningum kosla ogenginn skattur
hrir það á Jandið leggjashí.1
1) Hákonars. Fms. X 93—94.