Andvari - 01.01.1908, Síða 37
konungsvalds á íslandi.
31
Gizur. Um veturinn eftir (1259—1260) síndi það sig
enn þá ljósar, hve umhugað jarli var að triggja sjer
filgi Sturlu. Ingibjörg, dóttir Sturlu, eltkja eftir Hall
Gizurarson, sem brann inni á Flugumíri, skildi giftast
I-’órði sini Þorvarðs úr Saurbæ í Eijafirði, og liafði
jarlinn inni brúðkaup þessarar íirverandi tengdadóttur
sinnar tveim nóttum l’irir Marteinsmessu um liaustið
(9. nóv.) með mikilli rausn. Ivomu þeir Sturla og
Sighvatr vestan til brúðkaupsins, og veitti þá Gizur
Sturlu lends mans nafnbót, líklega á sjálfa Allra heil-
agra messu (1. nóv.), rúmri viku firir brúðkaupið,
því að lendir menn vóru teknir »á binum stærstu
stórhátíðum«, vanalega í sama mund ár hvert(Hirð-
sltrá 18, NgL. II. 406), enn á Allra heilagra messu
var rjett ár liðið síðan Gizur tók sjer liirð. Jafnframt
hjet jarlinn Sturlu Borgaríirði að ljeni og öðrum
sæmdum. Enn Sighvatr íjekk engar sæmdir af jarli
í það sinn og skildu þeir fálega. Þótti Sighvati jarl-
inn ekki efna neitt af heilum sínum um liðveislu
gegn Þorvarði og mun hafa viljað fá liann til að fara
austur með sjer með her mans til að heija fjeráns-
dóm eftir sökudólg sinn, enn »Gizuri þólti Sighvatr
eiga að rekast eftir Þorvarði sjálfur«; er auðsjeð, að
jarlinn vildi etja Siglivati á foraðið, enn koma hvergi
hvergi nærri sjálfur til að stiggja ekki Þorvarð, því
að þá gat honum verið hætta búin, ef Þorvarðr og
Odda verjar veittust að honurn að austan og sunnan,
enn Hx-afn að vestan.1
Ekki vitum vjer nií með neinni vissu, hvort
Hrafn hefur gelið upp Borgartjörð við jarl, þegar
hann kom út. Sögurnar þegja. Enn líldegt þikir mjer,
að hann hati ekki gert það. Hann var ekki laus-
Sturl. Oxf. 11 258—253 sbr. 253.