Andvari - 01.01.1908, Page 41
konungsvalds á íslandi.
35
inu. Ljet nú jarl Rangæinga sverja sjer og konungi
trúnaðareiða, og fór Þórður Andreasson norður með
honum, auðvitað í gislingu.1 Ekki sjest, að Sturla
Þórðarson hafi verið með jarli í þessari ferð, og hef-
ur vinátta þeirra líklega verið farin að kólna, enda
her ekki á, að jarl hafi gert neina gangskör að því,
að Sturla fengi Borgaríjörð.
Þegar sendimenn komu til Hákonar konungs, sá
hann, að hann mundi aldrei ná öllu landinu undir
sig eða geta komið fram skattinum með aðstoð Giz-
urar eins. Hann tók því það ráð, sem hann oft hafði
heitt áður, að nota sjer sundurlindi höfðingjanna, og
fór nú að semja við Hrafn Oddsson. Þvímiðurvit-
um vjer ekkert um þessa samninga, nema það sem
sjest á þvi, sem á eftir kom. Er ekki ólíklegt, að
þeir ívar og Pátl hafi komið við hjá Hrafni, áður
þeir fóru af landi hurt, og leilað hófanna hjá honum,
og hann hafi lofað að stiðja konungs mál, ef hann
fengi Borgarljörð og aðrar sæmdir al' konungi. Víst
er, að orð hafa á milli farið, því að sumarið eftir
(1261) sendir konungur Hallvarð gullskó, hirðmann
sinn, með hrjef til landsins, og var þar meðal ann-
ars Borgarfjörður tekinn af Gizuri jarli, og skipaður
Hrafni. Hallvarðr kom út í Hvítá í Borgarfirði eftir
þing, og fór skömmu síðar norður að Stað á fund
jarls, »og ílutti djarilega konungs erindi«. »Tók jarl
því vel«, segir sagan. Eklci vildi Hallvarðr sitja á
Stað hjá jarli, og mun hann þó hafa boðið honum
það, heldur fór hann til vistar í Reikjaliolt lil Egils
Sölmundarsonar, sem var aldavinur Hrafns. Má geta
nærri, að jaili hefur sárnað að vera sviftur Boi'gar-
firði og eigi síður samtök konungs við Hrafn, þó að
1) Stui’l. Oxf. 11 259.