Andvari - 01.01.1908, Side 44
38
Um upphaf
Sölmundarson þar í ferðina með honum. Má af því
ráða, að Hallvarðr hefur staðið á bak við alla þessa
sáttatilraun. Við Hallbjarnarvörður hittu þeir Sturlu
og Vigfús, sem höfðu riðið á undan, og riðu þeir
Sighvatr og Sturla heint suður til Laugardals, og
þaðan í Skálliolt, enn Vigfús, Egill og Hallvarðr lögðu
likkju á leiðina til Þingvallar og riðu svo þaðan til
fundarins.1 í Skálholti tók Sigvarður biskup þeim
Sighvati illa, líldega af því að hann var vinur Gizur-
ar jarls og skoðaði þetta sem samblástur rnóti hon-
um. Þorvarðr kom í tæka tíð að Iðu og var fundur
ákveðinn í Laugarási, og þangað kom Hallvarðr og
förunautar hans. Gekk sættin saman að því, að
jafnmargir menn skihlu gjöra um af hvorra hendi, og
nefndi Sighvatr til firir sig Hcillvarð »lögunaut og vin
Þorgils«, og Egil Sölmundarson auk Sturlu. Sínir
þetta best, að Hallvarðr muni hafa verðið frumkvöð-
ull sættanna. Sagði Slurla upp gjörðina, og hirði
jeg ekki að greina hana. Þorvarðr var ekki gerður
landrækur, enn lísti því, að liann ætlaði sjer utan,
áður þrír vetur væru liðnir. Sagan segir, að á fund-
inum hafi »mart verið talað í hljóði, enn sumt opin-
berlega«, og má geta nærri, að Hallvarðr hefur reint
að fá Þorvarð til að stiðja konungs mál við Aust-
firðinga og lofað honum uppgjöf saka og öllu fögru,
ef hann vildi fara á konungs fund og leggja sitt mál
á hans vald. Er líklegt, að iíirlísing Þorvarðs um
utanferðina eigi rót sina að rekja lil samninga þeirra
Hallvarðs, og sömuleiðis mun Þorvarðr nú liafa lofað
honum að fjölmenna til næsta þings og stirkja erindi
l) í sögunni er ekkert sagt frá ferö þeirra Hallvarðs frá Pingvelli,
enn að þeir hafi verið á fundinum í Laugarási, sjest á því, að þeir eru
allir nefndir í gjörðina og gjörðin sögð upp á fundinum.