Andvari - 01.01.1908, Page 45
konungsvalds á Islandi.
39
Hallvarðs (og fá mága sína Oddaverja til hins
sama?), því að það sjest siðar, að hann hefur gefið
ádrátt um þelta.1
Nokkru áður enn þetta gerðist, á öndverðum
vetri, liöfðu þeir Hallvarðr og jarl fundist, og sóru
þá nokkrir bændur konungi trúnaðareiða, sem áður
höfðu á móti staðið. Jarl sat um veturinn firir
norðan og átti fundi við bændur um skattkröfurnar.
Segir sagan, að bændur hafi heitið jarli stórfje til
að leisa það gjald, sem á var kveðið, sumir 2 hundr-
uðum, sumir 1 hundraði eða 12 aurum eða minna.
Er þetta víst svo að skilja, að bændum hefur verið
þvert um geð að heita ævinlegum ársskatti, enn viljað
leisa sig af hólmi með stóru ijegjaldi í eilt skifti,
og jarl gefið þeim von um, að það mundi takast, el'
fjegjaldið væri sett nógu hátt.2 Þegar Hallvarðr
spurði þetta, sagði hann, að konungur vildi hafa
hlíðni af bændum og hóflegan skati, sem þeir irði
ásáttir, og hjet í móti rjettarbótum, enn vildi ekki láta
þröngva þeim til svo mikilla fjegjalda. Hallvarðr
fiutti og konungs mál við Vestfirðinga og hjetu þeir
að koma til Þórsnesþings (o: vanalegs vorþings í Þórs-
oesi) og sverja þar konungi land og þegna. Jarl
fjekk ávæning af þessu og stefndi hann þá bændum
til Hegranesþings og ljet þar nokkra menn sverja
konungi trúnaðareiða, enn ekki er þess gelið, að neinir
hafi svarið skatt á því þingi, nje heldur aðeiðarhafi
farið fram á vorþingunum í sveitum jarls firir sunnan
eða að þar hafi verið svarinn skattur. Og þegar til
1) Sturl. Oxl’. II 253—25G.
2) Aí' þessu viröist mcga ráöa, að skattur sá, sein Skagfirðingar og
Eifiröingar sóru konungi 125C, liafi ekki verið ævinlegur, lieldur að eins
gjald i eitt skifti firir öll. Sbr. bls. 20 nmgr.