Andvari - 01.01.1908, Síða 52
46
Um upphaf
til, að hann hafi óttast árás af (Austfirðingum og)
Oddaverjum,1 enn heimildarritin segja hvergi berum
orðum, að þar austur frá hafi verið neinn liðssafn-
aður, og er óvíst, að svo haíi verið. Miklu líklegra
þikir mjer, að Hallvarðr hafi beðið Gízur að dreifa
ekki flokkunum, flr en málalok hefðu orðið á Pverár-
þíngi, og liafi hann viijað hafa Gizur firír Grílu á
Vestfirðinga, ef þeir andæfðu skattinum, einsoghann
hafði haft Vestfirðinga firir Grílu á Gizur.
Um samningana á Þverárþingi vitum vjer lílið
með vissu. Höfðingjarnir áltu nú miklu verra að-
stöðu með að neita skattinum, þegar Norðlendingar
og Sunnlendingar höfðu játað honum, með því líka
að nú áttu þeir Gizur og allan hans liðsafla ifir höfði
sjer, ef þeir neituðu. Varð það úr, hvort sem ifir
því var setið lengur eða skemur, að þeir fimm höfð-
ingjar, sem áður vóru nefndir, sóru konungi land og
þegna og ævinlegan skatt og 3 bændur með hverjum
þeii'ra, og auk þess 3 bændur úr Borgarfirði. Merki-
legt er, að hjer sverja tiltölulega miklu fleiri bændur
enn firir Sunnlendinga- og Norðlendingafjórðung, auk
höfðingjanna, sem auðvitað urðu að sverja, afþvíað
þeir liöfðu engan eið unnið konungi áður. Þeir gerð-
ust nú konungsmenn, enn áttu þó víst að halda
rikjum sínum eftir sem áður í konungsnafni og um-
boði, enn það sjest á því, sem eftir fer, að Hrafn
muni liafa verið settur skör hærra enn þeir og haft
nokkurskonar aðalumboð til að gæta als fjórðungs-
ins af konungs hálfu, þvi að næsta ár (1263) gepr
Sturla Þórðarson ásamt Snorra, sini sínum, og
Eirar-Snorra samtök við sjálfan vin Hrafns Vigfús
Gunnsteinsson á móti Hrafni, því að þeir »þóttust
Munch, Det norske folks hist. IV, 1, 372.