Andvari - 01.01.1908, Síða 54
48
Um upphal
GlSm. er sannkallaður sátlmáli eða samningur
milli konungsvaldsins og íslensku bændanna, sem
sóru, með skuldbindingum frá beggja aðila liálfu.1 2
Skuldbindingar íslendinga eru þessar:
1. Þeir játa »herra Ifákoni konungi og Magnúsi«a
land og þegna. Með þessu er konungi að eins
heitið trú og liollustu í almennum orðum, enn í
því felst ekki neitt heilorð um þegngildi (o: end-
urgjald eða bætur firir veginn þegn konungs) eða
sakeiri (sektir firir giæpi og afbrot), sem konung-
ar gerðu kröfu til og áttu í Noregi. Um þetta á-
kvæði eins og allar aðrar skuldbindingar bœnda
í sáttmálanum verður að athuga, að þær ná að
eins til þeirra lijeraða, sem svarið er íirir (Sunn-
lendingafjórðungs austan Þjórsár og Norðlendinga-
fjórðungs).
2. Þeir játa hinum sömu œvinlegan skatt, 8 álnir
(sbr. neðanmálsgreinina hjer á undan) af hverj-
um þeim manni, sem þingfararkaupi á að gegna.
Þetta er aðalskuldbindingin, og sú sem menn vóru
tregastir iil að lofa. Þó er upphæðin ekki há, og
kemur það vel heim við það sem Hákonars. hefur
1) Skjaliö cr prentaö t. d. í Dipl. Isl. I G20—G25 og.nú síðast í liinni
fróðlegu bók þeirra Jóns doktors Porlcelssonarog Einars Arnórssonar um
wRíkísrjettindi íslands« á 1—2. bls , og mun textínn vera þar einna rjett-
astur. Pó liigg jeg aö i upphafinu eigi að standa: . játuðu herra Hákoni
konungi og Magnúsi latid og þegna og œvinlcgan skatt með svörðum eiði,
osfrv., likt og stendur í eiðstafnum og í Hákonar sögu; orðaröðin liefur
ruglast í handritunum og orðin vœvinlegan skatla komist inn á vitlausan
stað, þar scm þau slitna út úr rjettu sambandi (sbr, Dipl. lsl. I 620, 2.
ningr.), Sömuleiðis lield jeg, að uppliæð skattsins eigi að vera 8 álnir
enn ekki 20 álnir; skatturinn var aldrci meira enn 10 álnir, enn honum
var snennna slcngt saman við þingfararkaupið, eítir að Jónsbók var lög-
tekin, sem ákveður (Pcgnsk. 1), að hvorttveggja sje als 20 álnir. Hefur
sú uppliæð verið sett inn i skjalið af seinni tima afriturum, cnn ekkert
hdr. er til af sáttmálanum eldra enn frá 16. öld.
2) Svo eftir nífundnu hdr. (sbr. Ríkisrj.) og er það auðvitað liinn
upphallegi texti. Magnús, sonur Hákonar, fjekk konungsnafn og var
vigður undir kórónu næsta sumar áður en þetta gerðist.