Andvari - 01.01.1908, Side 62
56
Um upphaf
halda áfram sömu brautina, sem þeir Magnús
lagabætir og Eiríkur son hans höfðu fetað firir.
3. Að erfðir skuli uppgefast firir íslenskum mönnum
í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa. Eftir til-
skipun Ólafs konungs helga um rjett íslendinga í
Noregi1 áttu erfðirnar að standa að eins í 3 ár.
Hjer er því rímt til.
4. Að landaurar skuli uppgefast. Landaurar vóru
persónulegt gjald, sem hver frjáls karlmaður íslensk-
ur, er fullan rjett átti, skildi greiða, er hann kom
lil hafnar í Noregi, (5 feldir2 og 6 álnir vaðmála,
eða hálfa mörk silfurs. Hafði það haldist við
alt ofan frá dögum Haralds hárfagra, og virðist
upphallega hafa verið úlílutningstollur til að stífla
firir fólkstrauminn úr Noregi til íslands, enn hafði
siðan breitst oft og upphæðin verið mismunandi.8
Með því að þetta gjald rann í konungs sjóð, var
ekki nema sjálfsagl, að það fjelli hurt, þegar liann
varð konungur íslendinga. Enn konungarnir sáu
ráð til að vinna þetta upp á annan hátt. Þeir
lögðu tollinn á vöruna í staðinn firir á persónuna.
Að tollnr hafi verið kominn á íslenskar vörur
þegar á dögum Magnúsar lagabætis, sjesl á stað
þeim, sem áður var greindur úr sáttargerðinni 1.
ágúst 1273. Mun þetta vera upphaf hinna svo-
nefndu sekkjagjalda.4 Enn óneitanlega er þessi
1) Dipl. Isl. 1 53 og G5.
2) Einn vararfeldur er metinn á 2 lögaura eða 12 álnir vaðmála í
Grág. Kb. 192. Skatturinn er þá alls 13 aurar eða 78 álnir í lögaurum.
3) íslbók Ara 1. kap.
4) í rjettarbót (l) sinní 27. okt. 1382 um sekkjagjöldin segir Ólafr kon-
ungur Hákonarson, að sinn hinn kærasti »forfaðir« lierra Magnus kon-
ungur liaíi gert skipan um sekkjagjöldin (NgL. 111 2l3. Dipl. lsl. 111 361).
Ef textinn er rjettur, getur þctta varla verið annar maður en Magnús
lagabætir, þvi að ólíklegt er, að Ólafur kalli afa sinn Magnús mi'nni skjöld
»forföður« sinn. Enn liklega á að rita föðurfaðir(á öðrum staðnum, þar