Andvari - 01.01.1908, Síða 66
60
Um upphaf
haía, og triggja sjer ríkið og tignina með því að
selja þessa iíirlísing inn í sáttmálann. t*á gat
konungur með engu móti sett hann frá eða skip-
að annan nema með því að rjúfa sáttmálann, enn
ef hann gerði það, þá var bæði jarlinn sjálfur og
bændur lausir allra mála við konung eftir niður-
lagsatriðinu. Getur verið, að niðurlagsgreinin hafi
eigi hvað sist verið sett í samninginn með þessa
grein sáttmálans firir augum.
Það er og ljóst, að »/aWinn« — með greini —
í þessu ákvæði táknar Gizur persónulega, enn eng-
ann annan. Hjer er ekki verið að triggja það, að
höfuðsmaður sá, senr skipaður verði ifir Sunn-
lendingafjórðung og Norðlendingafjórðung (því
síður ifir alt landið), skuli að eilífu bera jarlsnafn;
þá liefði staðið »/'a/7«, en ekki »/‘ar//nn«. Heldur
er verið að triggja einum manni, Gizuri, þau völd
og þá tign, sem hann nú hefur; »/a/7inn — þann
sem nú er — viljum vjer ifir os.sha/a«, segja bænd-
ur. Og enn Ijósar kemur þetta fram i viðbótinni:
»meðan hanna — hver getur það verið annar enn
jarhhn, o: Gizur? — »heldur trúnað við iður enn
frið við oss«. Líklegt þikir mjer, að þessi viðból
sje runnin undan rifjum Hallvarðs, því að hún er
band á jarlinum og miðar lil þess að láta hann
hafa hitann i haldinu. Má ætla, að Hallvarðr
haíi ekki viljað láta setja meginselninguna í samn-
inginn, nema þessu væri við aukið.
Vjer liöfum þá farið ifir efni sáttmálans lið firir
lið. Enginn eíi getur á því leikið, að sáttmáli sá,
sem ætla má að gerður hafi verið á Þverárþingi, hafi
verið orðaður hjer um bil alveg eins með öllum hin-
um sömu skuldbindingum af beggja aðila hálfu að