Andvari - 01.01.1908, Side 75
konungsvalds á íslandi.
69
menn og lögmenn á landi voru af þeirra ættum, sem
að fornu hafa goðorðin upp gefið«, geti það ekki átt
við árið 126d—4, því að þá vóru hvorlci sislumenn
nje lögmenn til hjer á landi1 og goðorðin nílega upp
geíin.
3. Þar sem stendur: y>Var þetta játað og sam-
þikt af öthim almúga á Islandi á atþingia, geti það
ekki átt við árið 1263, því að vjervitum, að Aust-
firðingar játuðu ekki skattinum fir enn 1264.
Dr. Jón Þorkelsson liefur reint að hrekja þessar
ástæður Maurers (Ríkisrjett. 4.—6. bls.) nerna liina
síðustu, á liana minnist hann ekki. Enn mótbárur
lians eru ekki sannfærandi og sumar ærið vandræða-
legar, t. d. þar sem hann heldur, að sáttmálinn ef til
vill vitni til lögbókar, sem sje í vœndnm og Hákon
konungur haíi liaft í smíðum. Þetta er beint á móti
orðum sáttmálans (lögbók vottar, nútíð), og til þess
eru engin rök, að Hákon liaíi verið farinn að undir-
húa lögbók handa Islandi 1263. Nal'nið )>Hákonarbók«
á Járnsíðu er ekki eldra enn l'rá 17. öld; hið forna
nafn er Járnsíða.2 Konungur hafði líka árið áður
(1262) loláð íslendingum hátíðlega, að þeir skildu
lialda sínum fornu lögum. Hvernig gat þá allur
ahnúgi ári siðar vitnað í væntanlega lögbók
konungs og játað sig undir þann skatt, sem lionum
þóknaðist að setja í þá lögbók. Hvers vegna er ekki
vitnað i þá upphæð skattsins, sem ákveðin var 1262,
ef þetta skjal er frá 1263?
1) Sislumans-nafnið komst ekki lijer á firr enn með Jónsbók. ÍJárn-
siðu eru þeir nefndir valdsmenn (og sislan vald Járns. Pgfb. 5) eða kon-
ungs mnboðsmenn eða réttarar. Hefur hinum islensku höfðingjum þótt
»sísluinaður« vera óvirðulegt og undirlægjulegt. Formenn nefnir Sturla
Fórðarson þá höfðingja er sóru á Þverárþingi 1262 (Fms. X ll4, shr. Kon-
ungsannál við 1264).
2) Sbr. K. Maurer, De nordgermanske retskilders historie 90—92.