Andvari - 01.01.1908, Side 76
70
Ura upphaf
Enn er það fleira, sem sínir, að sáttmálinn er
ekki frá 1263, og bæti jeg því hjer við röksemdir
Maurers.
4. Firir sáttmálanum er þessi formáli: »í nafni
föður, sonar og heilags anda«, og stingur þad í stúf
við upphafið á sáttmálanum 1262, enn er aftur alveg
samhljóða formálanum firir y>Atmúgans samþikta, sem
dr. Jón Þorkelsson heimfærir til 1302 (Ríkisrjett. 12).
í*essi formáli finst ekki, svo jeg viti, firir neinum
íslenskum skjölum fir enn nokkru eflir, að landið
komst undir konung, og er þá einkum hafður í
skjölum, sem klerkar eru við riðnir. Kemur hann
hingað frá Noregi með Járnsíðu1. Þetta bendir til,
að sáttmálinn muni ingri enn 1263 og líklega frá
dögum Hákonar hálegs.
5. Hjer stendur »játað og samþikt . . á alþingi
mcð lófatakia. Dæmi þess, að samþiktir liaíi verið
gerðar á alþingi »með lófatakia, finnast ekki í forn-
um lögum eða ritum frá þjóðveldistímanum, enn á
norskum lögþingum var það algengt. Með því að
lögrjettan 1263 filgdi enn fornum þingsköpum, lihtur
þetta skjal að vera ingra.
6. Almúginn játar, eftir sáttmálanum, að »gjalda«
konungi — auk skatts og þingfararkaups — »alta
þegnskildua; er þar bersinilega átt við þegngildi og
sakeiri konungs, sem ekki komst í lög fir enn 1271
með Járnsíðu.
7. Eftir því sem á stóð 1263 (og 1264) og áður
er sínt, er alveg ómögulegt, að Hrafn og Vestfirðingar
liafi þá óslcað eftir að hafa Gizur jarl ifir sjer, eða
allur almúgi orðið því samþikkur, sem stendur í
1) Elsta dæmi lians, sem jeg lief fundið, i íslensku skjali, þegarJárn-
siða er frá skilin, sem er norsk, er í samningi Árna biskups og Hrafns i
Árna sögu Bisk. I 770—771 (Dipl. Isl. 11 2G6) frá árinu 1288.