Andvari - 01.01.1908, Side 89
konungsvalds á íslandi.
83
minsta kosti að vera — þeim í vil, og hef jeg áður
minst á þau atriði.
Það liggur í augum uppi, að allar skuldbind-
ingar íslendinga í þessum sáttmála eru eingöngu mið-
aðar við persónu konungsins og að þeir ganga hon-
um sjálfum á hönd, enn ekki Noregsríki. Enginn
Norðmaður annar enn konungur sjálfur liefur eftir
sáttmálanum neitt ifir íslendingum að segja. Það
má jafnvel segja, að Norðmenn séu afskiftir í þess-
um sáttmála gagnvart íslendingum, sem fá íms ní
hlunnindi í Noregi, enn Norðmenn engin á íslandi.
Annars eru íslendingar og Norðmenn hvorir öðrum
óháði'r og hafa ekkert annað sameiginlegt enn kon-
unginn. Sambandið milli landanna er hreint persónu-
samband.
Enn auðvitað stafaði frelsi landsmanna mikil
liætta af því, að konungur landsins var um leið kon-
ungur annars miklu öílugra ríkis og hafði þar aðsel-
ur sitt, enn ekki í landinu sjálfu, hlaut því að vera
norskur í anda og líta fremur á liag Norðmanna enn
Islendinga. Álcvæðið um skipaganginn var og mjög
óheppilegt, sem áður er sagt, og gaíj, konungi undir
fótinn. Rjettindi landsmanna vóru þó nokkurn veg-
inn trigð með sáttmálanum, að svo miklu leiti sem
skjöl geta trigt rjett þjóða, sjerstaklega þeirra, sein
lílið eiga undir sjer. Enn firirsjáanlegt var, að kon-
ungur mundi ekki lengi una við hina fornu stjórn-
arskipun landsins, heldur róa að því öllum árum,
að koma þar á norskum lögum, efla einveldi sitt
gagnvart lögrjettunni og gera »formennina« að kon-
unglegum valdsmönnum eða síslumönnum í norsk-
unr stíl. Var þess ekki heldur lengi að bíða, því að