Andvari - 01.01.1908, Qupperneq 90
84
Uni upphaf
Járnsíða var lögtekin Iijer á árunum 1271—1273 og
síðar Jónsbók árið 1281, sem áður er sagt.
Rúmið leifir ekki að gera grein firir þeim stór-
kostlegu breitingum, sem þessar lögbækur gerðu á
fornum lögum landsmanna, hvernig niðgjöld vóru
af tekin, erfðatali tvisvar umsteipt, og níjar reglur
settar um svo mart annað, sem snerti einstaklingana;
að eins mun jeg í stutlu máli reina að taka fram
liinar lielstu af þeim l)reitingum, er snerta stjórnar-
skipunina og miða til að auka rjett og vald konungs.
Með Járnsiðu er lconungi játað þegngildi og sak-
eiri. Þetta stendur í sambandi við það, að aðildir í
sakamálum hverfa nú undir konung, enn áður áttu
þær þeir menn, sem misgert var við, og er þetta ein
liin mikilvægasta breiting, því að við hana fær kon-
ungur (ríkið) miklu meira framkvæmdarvald í slík-
um málum enn goðarnir höfðu áður. Upphæð þegn-
gildis mun liafa verið 40 merkur eftir Járns. — hún
hefur líklega fallið úr hdr. í Járns. Mb. 2. k.1 — enn
eftir Jónsb. er það 13 merlcur (Jónsb. Mh. 1), eða
að eins tæpur þriðjungur við það, sem áður var.
Sakeirir, eða seklir íirir misgerðir, var óbærilega hár
eftir Járns. og var það mjög óvinsælt. IJví var þetta
lækkað til muna í Jónsbók, oftast ofan í þriðjung,
enn aítur var þar tilgreint mart lleira, er sektum
varðaði, cnn í Járns., og mörg fleiri óbótamál, enn
óbótamenn íirirgerðu fje og friði, landi og lausum
eiri; þótti bændum hart að »vera undir 60 óbóta-
málum, er í bókinni stóðu«. (Bisk. I 720).
»Formennirnir«, sem fóru með goðorð konungs,
1) Eða er liún ekki tilgreind, af því að búið var að ákveða liana áð-
ur? í Lögmansannál stendur, að þegngildi hafi verið játað 1269. Sjeþað
rjett, verður skiljanlegt, hve greitt gekk að fá þegngildiskapítulann sani-
þiktan árið 1271, á firsta alþingi (sbr. Bisk. I 688—689).