Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 100
!)4
Pegnskylduvinna.
og eftirkomendurna. En auk hennar eiga íslendingar
að fylgja dæmi Norðmanna að því, er skíðin snertir«.
Enn það virðist óþarft að ræða að sinni meira
um það, hvort þegnskylduvinnuna ber að leysa áf
liendi með frjálsum vilja eða eftir lagaboði. Slíkt
getur í raun og veru eigi komið til álita fyr en reynzl-
an er fengin. Gæti líka komið til mála, að hún væri
lögboðin, ef hún hefði eigi verið leyst af hendi fríviljug-
lega innan tiltekins aldurstakmarks. En eftir því, sem
eg hugsa málið betur, glæðist traust mitt á því, að
þjóðin hafi svo mikið »til brunns að bera«, að eigi
þurfi að lögbjóða þegnskylduvinnuna. En langt er
frá því, að eg álíti það harðneskju eða ranglæti, þótt
hún væri lögskipuð, enda veit eg að margir líta eins
á það mál. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að
á fyr nefndum fundi í fél. íslenzkra stúd. í Höfn,
mælti, ásamt fleirum, lir. mag. art. Agúst Bjarnason
mjög eindregið með þegnskylduvinnunni. Pai' sagði
liann, meðal annars frá eftirfylgjandi atriði á þessa
leið: »Eg man kveld eitt í Zurich, einmitt þegar
fyrstu fréttirnar voru að koma að heiman um þegn-
skyldu liugmyndina. Eg var gestur hjá þýzkum há-
skólakennara, er liafði orðið að flýja föðurland sitt
fyrir það, að hann hafði orðið nokkuð djarfmæltur í
garð Þýzkahmdskeisara, en hefir reynzt ágætur ung-
mennaleiðtogi og er nú einn af forkólfunum í alþjóða-
lireyíing þeirri, sem er að ryðja sér til rúms um öll
lönd og nefnist »hin siðferðislega uppeldishreyfingv.
Hann fór að spyrja mig spjörunum úr um, hvernig
uppeldinu væri varið hjá oss, og liafði eg fátt og lítið
af því að segja. En eg man að eg gat um þegn-
skylduvinnuna, og varð að lýsa hugmyndinni ýtar-
lega fyrir honum. Hann þagði litla stund, en eg sá
að eitlhvað var að brjótast um íhonum. Lokssagði
liann: Ja, er það eigi eins og eg hefi ávalt sagt, að
það er eins og það ætli að verða markmið smáþjóð-