Andvari - 01.01.1908, Síða 102
96
Þegnskyldiwinna.
unga fólkið þann sið, er það giftist, að gróðursetja
tvö tré, er það nefnir hamingjutrén, og sumir planta
eitt tré ineð hverju barni sem fæðist. Við rifjuðum
upp fyrir okkur ýms fleiri dæmi, og minntumst einnig
á heiðaræktunina á Jótlandi. En ekkert var þessu
líkt, að gera það að beinni þegnskyldu að ryðja og
rækta landið. Og liann gat eigi nógsamlega dáðst að
þeirri hugsun.
Svona leit nú þessi maður á málið, sem eg veit,
að er mörgum framsýnni. En honum þótti það lítið,
að krefjast að eins nolckurra vikna vinnu, þar sem
menn í flestum löndum legðu eitt ár eða jafnvel svo
árum skifti í sölurnar fyrir hervarnarnskylduna eina
saman. En eg sýndi honum fram á, að það mætti
teljast gott, ef ungmennin fengjust til að leggja part úr
sumri í sölurnar fyrir hugsjón þessa svona fyrst um
sinn.
Lengi ræddum við um þetta, og eg sagði honum,
livað við ættum við að stríða í landi voru, lendinga-
leysi, vegaleysi, skógaleysi, sandfok, mýrarnar, móana,
harðbalana o. 11. o. 11. Og altaí' leizt honum betur og
betur á þegnskylduvinnuna, aí' því að vinnan gæti
vcrið svo margvísleg, og menn unnið einkum að því,
sem hverjum og einum væri hugleiknast. Og liann
hvatti og livatti, en eg gat eigi annað en þagað og
óskað þess, að landar minir hefðu heyrt þá brýningu«.
Eg hefi áður lagt til, að þegnskv. ætti að falla á
aldursskeiðið frá 18—25 ára. En við nánari skoðun
hallast eg fremur að því, að lágmarkið sé bundið við
16 ára aldur. Þetta getur haft talsverða þýðingu,
einkum fyrir þá, er hugsa sér að verða sjómenn.
Einnig er það léttir að vinnan geti komið niður á
níu ára tíinabil. Skiftir það líka miklu að ungling-
arnir læri sem fyrst að beita sér rétt að verki, og
sannast hér sem oftar hið fornkveðna: »Hvað ungur
nemur, gamall temur«. Einnig verður að hugsa meira