Andvari - 01.01.1908, Page 104
98
Þegnskylduvinna.
ætli að leggja veginn þangað, frá þjóðveginum, girða
landið og rækta það og prýða; útbúa sundstæði,
skíðabreklcur, blómreiti og listigarða. Enn fremur
hlaða upp sæti og legubekki at' jörð og starí'a annað
það, er til þæginda og ánægju gæti orðið úti við.
Sumir hafa hneyxlast á 4. tölulið tillögunnar, er
hljóðar þannig: »Að þeir, sem vinnunni stjórna, geti
kcnt liana vel, og stjórni eftir föstum, ákveðnum
reglum, líkt og á sér stað við heræfingar í Dan-
mörku«.
En með þessu er auðvitað einungis meint, að
jafnföstum reglum sé fylgt með stimdvisi, hlijðni, stjórn-
semi, háttprýði, reglusemi, hreinlœti og að réttnm
handtökum og hregfingum sé beitt við starfið. Enn
fremur að svipuðum reglum væri fylgt með vanheila
eða fatlaða menn með undanþágu frá þegnskyldu-
vinnunni. Að strangleika eða pintingum væri beitb
hefir engum komið til hugar, sem liugsað hafa með
alvöru og skynsemd um málið. Þess ber einnig að
gæta að Danir stjórna heræfingum sínum mjög mann-
úðlega.
Refsing getur eigi verið fólgin í öðru en því, að>
þegnskylduvinnutíminn væri lengdur fyrir þá, sem
brollegir yrðu, enda virðist og brýn þörf til þess, eða
það væri þeim sjálfum fyrir bezlu. Dugi þetta eigi,.
vcrður að neita um skýrteini fyrir því, að viðkom-
andi hafi Ieyst þegnskylduv. af hendi.
Góð þegnskv. skírteini ættu að reynast hin beztu
meðmæli.
Eitt af aðalmeinum vorum er vöntun á véttu upp-
eldi barna. Þó að því hafl í sumum greinum farið
fram á síðari árum, þá hefir því á hinn bóginn stór-
um linignað í þýðingarmiklum atriðum svo sem
Iilýðni, stundvísi, skyldurækni og jafnvel verklagni o.
11. Til þessa liggja eðlilegar áslæður, Fyrir nálægt
40 árum síðan, var atvinnan svo rýr í. landinUj að-