Andvari - 01.01.1908, Page 110
104
Þegnskvlduvinna.
En meira virði þólti mér samt breyting sú, er varð
á sjálfum mér eða hugsunarhætti mínum. Mér fór
að þykja veruleg ánægja að vinnunni, og þótti oft
leiðinlegl að þurfa að hætta að kvöldinu. Eg vildi
helzt vinna einn, eða í hæfdegri fjarlægð frá öðrum,
svo að eg heyrði ekkert, sem glepti mig. Ætíð gekk
eg óþreyttur frá staríi eftir vanalegan vinnudag, og
átti oftast því láiai að fagna, að hafa lokið meira og
betra verki en þeir, sem með mér voru. Eg heíi enn
fremur oft þurft að vinna alt einn að heyvinnu, frá
því að slá og til þess eg hafði þakið lieyið á tóft.
En á því hefi eg lært að lála fyrra verkið vinna hið
síðara«.
Eg lieii oft hugsað um ofanritaða frásögn, og
benl ungum mönnum á hana til eftirbreytnis.
Benda mælti á jafn algengt verk sem að moka
eða beita rekunni rétt við það starf, allir álíta sig að
sjálfsögðu kunna jafn einfalt verk. En það er fyrst
eftir að þeir liafa lært það, að þeir sjá, hve mikil
tjarstæða það var, að þeir hefðu kunnað það áður.
Margir af íslendingum,jer flutt hafa til Ameríku,
hafa sagt eða skrifað á þessa leið: Fyrsta vinnan,
sem eg og meiri hlutinn af löndum mínum, er fluttu
vestur ásamt mér var við, var járnbrautavinna og
skurðagröftur. Að vér tókum þá vinnu, sem þó er
talin vond, var sökum þess, að eitt af þeim fáu verk-
um, sem allir þóttusl kunna, var að moka. Fyrstu
dagana ællaði vinnan að gera útaf við oss. í brenn-
andi sólarhitanum hömuðumst vér eins og oss var
auðið, svo að oss lá við niðurfalli, en þó unnum vér
eigi nema um hálft verk á móti þeim, sem voru
starfinu vanir. Það lá við að sumir »mistu móðinn«.
En til allrar hamingju, sáum vér þó, áður en svo
langt var komið, að það sem hagaði var að vér
kunnum eigi að moka. Þá fórum vér að athuga
handtök þeirra, sem kunnu og lærðum verkið lljótt,