Andvari - 01.01.1908, Page 111
Þegnskylduvinna. 105
enda þykjum vér nú orðnir góðir verkmenn og vinn-
an reynist oss eigi tillinnanlega þung.
Lík orð þessum hefi eg heyrt suma þá viðhafa,
er farið hafa til útlanda til verkiegs náms.
En það þarf eigi að sækja dæmin lil landa vorra
erlendis til að sannfærast um, að margir kunna eigi
að moka, þótt þeir fáist við það starf. Eigi þarf
annað en athuga vel vinnubrögð sumra þeirra manna,
er starfa við vegavinnu, sem oft er hryggileg sjón.
En sá cr munurinn, hér og í Ameríku, að hér er eigi
fárast um það, þó að sumir hengslist sumar eftir
sumar við starf, er þeir kunna eigi. Nei! öðru nær.
Hið opinbera er nógu ríkt lil að borga.
Eigi er þó rétt að kenna þetta óhlutvendni, held-
nr mun orsökin vera sú, að sumir af vegastjórunum
hal'a alls enga hugmynd um, að þeir sjálfir, og margir
af starfsmönnum þeirra, kunna eigi að moka, sem er
þó aðalstarhð við vegavinnuna.
Vísan sú arna:
»C), hve margur yrði sæll
og elska mundi landið heilt,
mætti hann vera mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt«.
virðist sanna þetta bezt. Höfundur stökunnar er
hdinn samvizkusamur vegastjóri. Hefði hann því eigi
beitt svona löguðu skopi, ef hann hefði vitað að
margir kunna eigi að moka, þótt þeir vinni að því
slaríi. — En hann hefir aldrei hugsað út í það.
En það er eigi einhlítt að læra rétt vinnubrögð,
eða fá áhuga fy rir þeim. Einnig verða menn að
hynnast sem beztum verkfærum, og enn fremur læra
:'ð nola hestkraftinn sem mest og á sem réttastan
hátt. En ekkert er eins hagkvæmt lil að koma þessu
muiðsynjamáli í íljóta og almenna framkvæmd sem
l’egnskylduvinnan. Enda mun það engum efa undir-