Andvari - 01.01.1908, Qupperneq 114
108
Þegnskylduvinna.
Vinna sú, er gengur til að koma upp góðum sund-
stæðum, er mikils vix-ði fyrir þau héruð, sem gela
notið þeirra. Sumir álíta, að sund verði eigi kent,
nema við heitar laugar, en það er fjarstæða. Lítum
til forfeðra vorra, þeir lærðu og tömdu sérsundíám
og vötnum, eða hvar sem sundfært vatn var. — Það
gagnar lítið, ef ekkert verður af iramkvæmdum, að
prédika stöðugt að allir íslendingar þurfi að læra
sund, þar sem fjöldi þeirra lifa á sjónum, og aðrir
hafa við hættuleg vatnsföll að slríða.
Til hreinlætis og þjónustubragða gangi 1 stund,
undir nánu eftirliti og lilsögn kennara.
Til fyrirlestra og urnræðu um það, sem kent ei',
gangi 1 stund. Áherzla einkurn lögð á aflfræði, út-
skýring á verkfærum, jarðrækt, þiifnað og aðra hátt-
semi.
Til borðhalds og frjálsra afnota gangi 4 slundir.
Svefn 8 stundir.
Ef svipuðu fyrirkomulagi, og hér hefir verið benl
lil, væri fylgt við þegnskylduvinnuna, ætti engum
vafa að vera bundið, að hún yrði þeim, er leystu
hana af hendi hin ánægjulegasta. Það er eigi ein-
ungis gleðin yfir því, að hafa unnið að því, að bæta
og piýða landið sitt, og lært þýðingarmikil stöi'f hjá
góðurn kennurum og verkstjórum, heldur einnig gleð-
in yfir því, að fá að kynnast mörgum á líku reki og
maður er sjálfur og þi'eyta vinnu, sund, glímur og
aðrar íþróttir við þá. Endurminningarnar lxljóta að
verða þægilegar og ánægjulegai', og sá kemur tíminn
að ungmenniji þrá að kornast i þegnskylduvinnnuna..
Þegar faðii'inn segir sonum sinurn frá því, hvernig
alt gekk til, þegar hann vann að þegnskyldunni, og
segir að þeir megi eigi kvarta, þótt þeir komi í kalt
vatn, og slenið verði þeir að draga af sér í glímunum,
þá kemur fjör í litlu drengina, og hjá þeinx vaknar
þi'áin lil að reyna liið sarna.