Andvari - 01.01.1908, Síða 120
114
Þegnskylduvinna.
stuðla að því, að munaðarlaust barn fái gott uppeldi,
og að fálœkt og örvasa gamalmenni þuríi eigi að líða
nauð siðustu ár æíi sinnar.
Þessi maður gerir því tvent. Hann innir af hendi
þegnskylduvinnu og þegnskyldugjald.
Er nú þetta þrælavinna og þrælagjald?
Það er eigi mín skoðun. Mín sannfæring er, að
þegnskylduvinnan sé í alla staði réttmæt og eigi því
ekkert skylt við þrælavinnu, og að hún sé til far-
sældar fyrir Iandið og þá sem vinna hana.
Kæmist þegnskylduvinnan á með líku sniði og
bent hefir verið til, þá kynni þjóðin betur til verka
en nú á sér stað, væri verkhyggnari, kynni betur að
stjórna og hlijða; væri háttprúðari, lireinlátari og
sundiþrótt væri almenn.
þoli þjóðin eigi þann prófstein, að leggja á sig
þegnskylduvinnuna, vantar hana skilyrðin til að geta
lifað sem sjálfstœð þjóð.
Ef þegnskylduvinnan hefði verið komin alment
á fyrir 40—50 árum síðan, er það bjargföst sann-
færing mín:
Að þá væri nokkrum þúsundum færra komið af
íslendingum til Ameríku, og að Ameríkuferðir væru
nú að mestu eða öllu hættar.
Að mannslif, svo hundruðum skifti, hefðu spar-
ast, er farist hafa sökum þess, að menn kunnu eigi
að stjórna, kunnu eigi að hlýða og kunnu eigi sund.
Að þjóðin stæði á mun hærra menningarstigi,
og efnaliagur hennar blómlegri.
Og að landið væri betra, fegurra og þar af leið-
andi bijggilegra.
Ef þelta er rétt, sem eigi mun hrakið með rök-
um, þá er það skylda landsstjórnarinnar, þings og
þjóðar, að athuga þetta mál með alvöru, en eigi meö
léttúð og kœruleysi.