Andvari - 01.01.1908, Side 126
120
Fiskirannsóknir.
síldin nær þó fullum æxlunarþroska nokkuð smærri
cn eg áleit áður. Eg hefi sem sé, eins og eg gat uni
hér að framan, fengið eina sild, veidda við suður-
ströndina 25. febr. 1907, 26 cm. að lengd. Hún var
með 11 cm. löngum, meir en hálfþroskuðum, hrogn-
um, og liefði að likindum gotið í apríl það ár, ef
hún hefði lifað, og liklegt er, að þar hafi verið fleiri
á líkri stærð, í þessu ástandi. — En svo heii eg einn-
ig fundið margar síldir, 26—29 cm. langar, i síld
þeirri, er veidd var í Faxaílóa 8., 9., 15. og 17. júlí
1907, og eg gat um áður, sem voru með mjög þrosk-
uðum eða jafnvel fullþroskuðum æxlunarfærum (sbr.
neðanmálsgreinina, bls. 129) og sumar enda gjótandi.
Þessar síldir voru að tölunni til nærri þriðjungur
þeirra 78 silda, er eg skoðaði, svo að þaðlíturút fyrir
að allmargt sé um hrygnandi sild á þessari stærð.
Hvernig í því liggur, að eg liefi eigi séð svo sináa
síld æxlunai’þroskaða áður, er mér eigi ljóst, líklegast
hefir smærri sildarstofn blandast í þetta skifti saman
við stóru síldina, því ekki voru netin nú smáriðnari
en áður, svo að vel hefði hún getað ánetjast fyr, ef hún
hefði verið á sveimi, þó var þessi smáa síld tölu-
vert feitari en stóra síldin, ef til vill feitari en vana-
lega og hefir því ánetjast fremur.* 1 — En hvernig sem nú
i því liggur, þá er það þó víst samkvæmt þessu, að
síldin nœr œxlunarþroska, úr þvi að hún er orðin 26
cm. löng bæði vorsíld og sumarsíld eða einmitt sú
síld, er náð hefir þeirri stærð, er sú síld hefir, er eg
áður hefi fundið verulega þroskuð æxlunarfæri í. En
smærri síld en þetta er alls ekki æxlunarþroskuð. —
Ekki hefi eg getað fundið, að þessi smærri kyns-
1) Síldin(stóra sildin),sem veiðist við suðvesturströndina á vorin, er
yíirleitt mögur, en íitnar þó heldur eftir þvi sem alíður, einkuni er
magrasta síldin feitari í júli en i mai. Eg lieíi tíðast mœlt íituna 4—IT’/o
i maí, 6—15°/o í júni og 9—l5°/o i júli, lægsta fitu í mai 4°/o, í júni 5°/o, en
i júlí 9°/o. í smærri sildinni (28—29 cm.) lieíir íitan verið 19°/o ijúli ogieinni
jafnvel 22°/o.