Andvari - 01.01.1908, Side 134
128
Fiskirannsóknir.
hvað lítils háttar í kalda sjónum norðanlands og aust-
an, en aðallega í heita sjónum við suður- og vest-
urströndina. Hinir lirygna að eins við suður- og
suðvesturströndina. Það hefir Dr. Schmidt sýnt með
rannsóknum sínum á »Thor«.
Eg hefi átt kost á að rannsaka nokkuð af öll-
um þessum kolategundum í febrúar, marz, apríl og
maí og þar með getað fengið nokkurn veginn ljósa
hugmynd um, hvenær hrygningin byrjar.
Skarkolinn hrygnir fyrstur þessara fislca, því að eg
liefi þegar i kringum 20. febrúar fundið hrygnur með
fullþroskuðum hrognum og svilfiska með sviljum, sem
voru að byrja að losna. Samkvæml rannsóknum
Schmidts hefir hrygningin verið því nær um garð
gengin við suðausturströndina 24. maí og um líkt
leyti er henni lokið við Vesturland. Hvenær sú
hrygning, sem fer frarn við norður- og austurströnd-
ina, byrjar, er eigi kunnugt, en henni er lokið miklu
seinna en sj'ðra og vestra, því að danskir náttúrufræð-
ingar hafa fundið skarkola ekki úthrygnda seint í
júní og jafnvel einstaka í byrjun júlí. Að öllu sam-
anlögðu stendur hrygningin yfir frá því scint í fehr-
úar þangað til fram í júlí, eða á 5. mánuð. — Á
hvaða stærð skarkolinn nær fyrst kynsþroska, er enn
eigi fulljóst. Þó mun það láta nærri, að hrygnurnar
verði æxlunarfærar, þegar þær eru um 40 cm. lang-
ar, en svilfiskarnir þegar þeir eru orðnir 30 cm., eg
hefi ekki séð minni svilfiska en 31 cm. þroskaða.
Þessi munur á stærð fiskanna, þegar þeir liafa náð
æxlunai-þroska, er í samræmi við það, að kvenfiskarnir
eru yfirleitt stærri en karlfiskarnir. Stóru skarkol-
arnir eru, eins og kunnugt er nefndir »grallarar« og
fiestir stærstu fiskarnir (sem eru yfir 50 cm. langir)
eru kvenfiskar. Stærstur skarkoli, sem hefir verið
mældur liér, var 85 cm., eða 32V2 þuml. — Þegar
uppsjávarlííið hættir leita skarkolaseiðin til bolns á