Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 140
134
Fiskirannsóknir.
usson, gullsmiður í Staklcagerði, er tekur við öllu
þesskonar og annast um flutning á því til safnsins;
er hann að því leyti kominn í stað Þorsteins læknis.
Er gott að eiga góða menn í Vestmanneyjum að með
þetta, því Iivergi hér við land er sjór auðugri en við
Vestmanneyjar og getur þar enda ýmislegt borið að
landi, sem er mjög fágætt eða jafnvel nýtt fyrir vís-
indin og væri ómynd, ef að þess konar væri ekki
hirt og komið á réttan stað, o: á safnið í Reykjavík.
Um maðkhættu á vélarbátunum í Eyjunum skal
eg taka það fram, að hún er ekki mjög mikil, því að
allir bátarnir eru settir upp á haustin eftir réttir (í
byrjun október) og standa uppi þangað til að vetrarver-
líð byrjar í febrúar. Kæmi einhver maðkur í þá um
vorið eða sumarið, þá mundi hann algerlega drepast
að vetrinum, því hann þolir tæplega að vera ofan
sjávar lengur en 2 vikur og ekki einu sinni það í
þunnum við, eins og bátsbyrðing, en sjórinn í höfn-
inni i Vestmanneyjum er svo hlýr og saltur, að maðk-
urinn getur þrifist þar ágætlega og tíminn frá maí-
mánaðarbyrjun (en það er þá fyrst að búast megi
við að maðkur fari að koma) til septemberloka svo
langur, að vel getur smámaðkur komið í byrðinginn;
en á bátunum er hann svo þunnur, að hann má ekki
við miklu. Þess vegna ætti að taka þar alla háta á
land í stórstraum, um eða laust eftir Jónsmessu og
láta þá standa á þurru smástrauminn yfir, svo að þeir
þornuðu vel og smyrja þá eða bika, áður en þeir
væru settir á flot aftur. Þá mundi sá smámaðkur,
sem kynni að vera kominn í þá að vorinu drepast
og eftir það gæti enginn maðkur náð sér niðri í jæim
til septemberloka, eða að minsta kosti drepast J>á,
þegar þeir væru settir upp fyrir fult og alt, ef eilt-
hvað væri.
Eg skoðaði einn bát vanlega, en gat engan maðk
eða smugu fundið í honum. Hafði eg með mér at-