Andvari - 01.01.1908, Qupperneq 142
136
Fiskirannsóknir.
Færeyjabátum og einn var þar í sumar í smíðuin
nokkuð stærri en liinir, sem eru 33' langir, 9' breiðir
og 4'2" á dýpt. Þeir hafa 8 hesta vél (flestir »Dan«)
og 5—6 mílna ferð. Allir eru þeir alveg yíirliygðir.
Verðið er nálægt 5000 kr. Þeir eru afbragðs sjóskip,
enda beita Eyjamenn þeim óspart, þar sem þeir sækja
sjó á þeim um hávetur ca. 3 mílur suður í kringum
Geirfuglasker, oft i mjög slæmu sjóveðri, enda hefir
mönnum líka orðið hált á því, mist í vetur 4 háta,
einn með öllu, og mildi að ekki hafa orðið meiri
slys (að 3 af þeim töpuðust, var kent slæmri olíu).
Eg segi þetta ekki til að álasa Eyjamönnum; þeir
verða að nota hvert tækifæri til að bjarga séf, því
útgerðin er dýr og gæftir stopular; en sjórinn þar er
fljótur að ýfast á veturna og menn mega muna það,
að bátarnir eru ekki nein hafskip, þótt góðir séu.
Það er liöfninni í Eyjunum að þakka, að mögu-
legt er að liafa þar svo stóra vélarbáta, að þeir verða
að íljóta milli róðra. Höfnin er að jafnaði örugg, en
þó getur í aftaka austanveðrum með liáu ílóði orðið
allslæmt á henni, og þröngt fyrir 40 báta að liggja
þar. Þó nú sé hafður eins góður leguútbúnaður og
hægt er, þá er höfnin þó eigi fullöriigg. En þar sem
40 bátar eru liér um bil 200000 kr. virði, þá er mikið
í húfi, ef illa færi, bæði beinlínis og óbeinlínis. Það
væri því í liæsta máta æskilegt og enda bráðnauð-
synlegt, að gjört væri þannig við höfnina að hún
yrði fullörugt lægi fyrir alla bátana, eins og orð heíir
verið haft á að gjöra. Eyjarnar eru landssjóðs eign
og góð eign, því enginn staður hér á landi mun vera
betur fallinn til íiskiveiða en Vestmanneyjar, þegar á
all er litið. Er því vonandi að landssjóður styrki
eftir föngum að því, að liöfnin verði bætt sem bezt
og erlendar þjóðir þurfi ekki að taka ómakið al’ oss,
eins og lieyrst heíir að ein þeirra sé ekki ófús á, því
efasamt yrði þegar höfnin væri orðin kolastöð fyrir