Andvari - 01.01.1908, Qupperneq 147
Fiskirannsóknir.
141
inu (júlí—október) varla aðrir bátar en vélarbátar,
því fiskur er þá að jafnaði svo langt úti, að vart er
mögulegt að ná í liann á róðrarbátum. Margir af
bátunum eru opnir og því ekki eins góðir til ferða
út á haf og skyldi, enda voru það ísfirðingar, sem
fyrstir urðu til þess að byrja á vélarbátaútgerð hér
á landi, og þá voru bátarnir ekki eins fullkomnir og
þeir eru orðnir nú. En það er ekki altaf ábatavæn-
legt að brjóta ísinn, fyrir þann er það gerir.
Eg gat þess til í skýrslu minni um ferðina á
Vestfjörðum 1901 (Andvari XXVIII, bls. 130), að út
liti fyrir að Skötufjörður væri vel lagaður fyrir síld,
enda hefir sú raunin orðið á. Var fyrst farið að
veiða hana haustið 1905 og liafði hún þá verið þar
frá því um sumarið. En fyr liöfðu menn eigi haft
nógu smáriðin net fyrir liana. Var hún veidd á
jólaföstu á 30 fðm. dýpi og aílaðist fram í janúar
1906. Aftur var þar síldarafii í haust er leið og fram
í jatiúar. Lítur svo út, sem síldin sé þar árið um
kring að jafnaði. Er það mikilsvert fyrir Djúpmenn
að fá þar nýja síld til beitu á þeim tíma ársins, sem
hún er síður í hinum grynnri fjörðum, þar sem hún
annars er oft á sumrin (Skutuls-. Álfta- og Seyðisf.).
Á þessari ferð mældi eg liita í sjónum á öllum
viðkomustöðum skipsins. Hann var:
7» í Stykkishólmi .. . 8,2° í yfirb., 8,2° í botni
7Á - Flatey . 8,4° - — 8,5° - —
7° á Patrekstirði 00 'cji o 1 í 8,4° - —
- Bíldudal ,. 8,2° - — 8,4° - —
7» - Pingeyri 8,2° - — 8,4° - —
— - Flateyri ,. 8,4° - — 8,6° - —
— - Bolungarvík . ,. 8,4° - — 8,2° - —
10/9 - Isaíirði .. 8,8° - — ))
n/9 - Keflavik .. 9,4° - — 9,2° - —