Andvari - 01.01.1908, Síða 154
148
Fiskirannsóknir.
sé hinn rétti grundvöllur þess, hvernig þann gjaldalið
eigi að reikna.1
Það sem skýrt er frá hér að framan um ýmis-
lconar útgerðarkostnað, hefði getað geíið ástæðu lil
ýmissa liugleiðinga, sem eg verð þó að sleppa í þetta
sinn. Eitt atriði vil eg þó taka fram, sem menn ef
til vill gefa eigi ávalt gaum að, og það er, að mikill
er munur á, hvort menn leggja fé sjálfra sín, eða
lánsfé í útgerð, þegar um ágóðann er að ræða; þvi
þegar menn lána, verður ágóðiun að vera þeim mun
meiri, sem nemur vöxtunum af lánsfénu, ef þeir eiga
að bera tiltölulega jafn mikið úr býtum í hreinan á-
góða og hinir, er geta sett fé sjálfra sín i fyrirtækið,
og munurinn verður því meiri, sem lánsvextirnir eru
liærri. Sá sem t. d. lánar féð með 6°/o vöxt-
um, verður að fá 12% í ágóða, til þess að geta hirt
sjálfur 6%. Hinn þarf ekki nema 6% til þess að á-
batast tiltölulega jafnmikið. Þetla mega menn alt
af hafa hugfast.
V. Tilrann nieð frystingu á livalbjöti.
4. ágúst í sumar er leið var skotin hrejna (hníf-
ill, Balœnoplera rostrataj á Reykjavíkurhöfn. IJað var
ungur livalur, 16' langur (fullvaxin getur hún orðið
32'). IJeir sem skntu liana (það voru menn á frakk-
neska herskipinu »Lavoisier«) gáfu hana Náttúru-
gripasafninu. Eg reyndi af henni kjötið nýtt lil
matar (steikt sem buff og karbónaði) og reyndist það
ágætt. Koin mér þá til hugar að reyna, hvernig það
geymdist frosið í íshúsi og fekk eg því framgengt
með góðfúslegri hjálp Jóh. Nordals íshúsvarðar.
í þeim tilgangi tók eg 10 pd. stykki af kjötinu
1) Uppliæðin yrði hin sarna, ef fyrningin væri reiknuð 10°/o fyrir
»Coot« og 7°/« íyrir »Marz«.