Andvari - 01.01.1908, Page 156
150
Fiskirannsóknir.
kæmist fljótt upp á að nota og meta þelta kjöt, sem
yrði miklu ódýrara en annað kjöt (10—15 aura pd.).
Hans Ellefsen hefir tjáð mér, að hann gæti lálið kjöt
til tilrauna í þessa átt fyrir 3 aura pundið heima á
stöðinni lijá sér.
í öðrum lönduin er nú farið að kaupa sallað
hvalkjöt frá stöðvunum í Færeyjum og á Hjaltlandi,
lil reykingar og annarar notkunar í stórborgunum t.
d. í Kaupmannahöfn. Sjálfsagt gælum vér einnig
hagnýtt oss það á þann hátt. Og Japanar eru, sein
kunnugt er, farnir að stunda livalaveiðar af kappi
lieima hjá sér á síðari árum, og hið opinbera styrkir
þær veiðar til þess að alþýða geti fengið ódýrt kjöt1.
Efnafræðingur landsins, Ásgeir Torfason, gerði
mér þann greiða að rannsaka efnahlutföllin í hrefnu-
kjötinu og eru þau þannig:
Valn 70,l°/o, feiti 1,2%, köfnunarefnissambönd
27,l°/0, aska 1,6%, cn meðaltal af samsetningu kjöts
yfirleitt er 75,0%, 2,0%, 21,7% og l,3°/o. —Efgerl
er ráð fyrir, að köfnunarefnissamböndin (lioldgjafa-
samb.) í þessu kjöti séu ekki tonneitari, en í öðru
kjöti (og það lítur iil fyrir, að þetla kjöt sé mjög
auðmelt), þá á næringargildi þess að vera töluvert
meira en annars kjöts.
Að endingu þakka eg innilega þeim mönnum, er
hafa á ýmsan hált liðsint mér við þessar rannsóknir
mínar. Nöfn þeirra llestra eru nefnd hér að framan.
í niaí 1908.
1) Norsk I'’iskcritidendc 1908, l)ls. 26 (i grcin uni livalaveiðarnar ár-
ið 1907, bls. 16-31).