Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 7
301
Björn í Gerðum.
Þorbjörg var að enda við að hella upp á könnuna; hún
bi’ií könnustútnum snöggvast upp í sig og fekk sér
Vænan sopa, til þess að vita, hvort kaffið væri sæmi-
lega bragðmikið; svo helti húu á holla, beit í sykr-
mola, og drakk úr pörunum.
»Hefirðu nokkuð þurft að fara til nefndarinnar
^ vor, pápi?« spurði Árni, er hann settist á rúmið
hjá föður sínum.
»Og fann eg þá, þrisvar heldr enn tvisvar, góðu
hienn, þó að lítið hefðist upp úr því«.
'iþurftirðu þess? mjólkuðu ekki kýrnar nokkuð?«
nþurfti eg þess? eg hugsa þú getir nú nokkurn-
veginn getið því nærri, hvað eg hafi átt eftir, þegar
6§ var búinn að pina mig til að gera þig iit í
vetr«.
»Enn þú fekst nú einhvern styrk til þess«.
»Jú, tíu krónur af gjafapeningunum góðu, enn
það hrökk nú skamt; svo reyndi eg til að fá ögn
^eira, enn það dugði ekkert þangað til eg særði út
þjá Kristni tólf króna úttekt af gjafapeningunum
"'o sumarmálin; eg var sárlasinn og mamma þín í
l'Uminu; þó brauzt eg í kaupstað, í færðinni sem
þá var, og svo var þetta lítið meira enn fyrir tó-
þak 0g kaffi handa okkur í bráðina«.
"Pekstu ekki líka korn lijá þeim?«
»Iíorn? ekki höfðu þeir það nix á boðstólum, góðu
^enn, enda vildi eg nú lieldr úttektina; hún er þó
6kki eins óforskömmuð, nefudin hérna, eins og í
^eshreppnum þarna út frá«.
»Nú?«
“þeir höfðu nú gjafapeninga út fyrir sunnan, eg
Veit ekki livað mikið, eg held einar þúsund krónur;