Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 71
Grerðir menn til Kalígúlu.
365
í fjáireiðum, og það gerði það að verkum, að Ptole-
mæarnir gerðu þá að fjárreiðumönnum sínum og
fjármálaráðherrum. Bæði Ágústus og Tíberíus voru
þeim sjerstaklega hlynntir. Guðsdýrkun þeirra var
mjög frábrugðin guðsdýrkun allra annara þjóða.
Allt þetta varð þess valdandi, að Alexandríubúar
hötuðu þá og höfðu stækustu andstyggð á þeiin.
Einu sinni brauzt hatur þetta, sem allt af lifði
í kolunum, út. þessir staðarbúar, sem voru upp-
tendraðir af trúarofsa, og síðar, þegar kristni kom
þangað, grýttu hinn göfuga Hýpaþíu með pottbrot-
um,—þeir rjeðust nú sem æðisgengnir á þann hluta
bæjarins, er Gyðingar bjuggu í, rændu hús þeirra,
lögðu eld í bænalrúsin, eða vanhelguðu þau með
því að reisa 1 þeirn goðalíkneski af Kalígúla, og
ráku íbúana þúsundum samair í eins konar Saurbæ
(Ghetto), eða einn viðurstyggilegan og saurugan
hluta af bænum, og hjeldu þeim þar í umsát eða
herkví. |>eir, sem hungrið gat ekki unnið á, dóu
hræmulegum dauða fyrir sverðseggjum. jpað var
eins og inngangurinn til þess píslarvættis, sem þjóð
þessi átti fyrir að verða um komandi aldir. Erásögn
Eílós er nærri því eins og spádómur urn voða-upp-
þotin á miðöldunum, þegar heilar borgir urðu eins og
æðisgengnar af trúarofsa og bræði, og geystust fram
gegn Gyðingum með eldi og brandi. Jafnvel hin-
unr fyrstu trúvilliugabrennum brá fyrir í Alexandríu.
Margir Gyðingar voru brenndir lifandi á báli á al-
mannafæri, og þegar menn áttu ekki kost á góð-
um brennsluvið, kynntu þeir bál af smágreinum.
Sumir voru dregnir gegnum göturnar á ólum, og
tættir í sundur af múgnum. Hinn rómverski land-