Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 136
430
C. St. A. .Bille:
spaðastungan vai' ger á borgarsvæðinu. jpá var
Pullman álitlegr bær með 7000 íbúum, og þar var
aðsetr víðtækrar og reglulegrar starfsemi; bærinn
hinn skipulegasti, rólegasti og fegrsti í Ameríku;
samhljóðan á öllu, stóru og smáu.
Hjarta borgarinnar, ef svo mætti að orði kveða,
er verksmiðjuhöllin. Framhlið hennar er há og
reisulega bygð úr rauðum leirsteini og skreytt með
sandsteini, enda eru flest hús í borginni bygð úr
því efni. Framhliðin og turn verksmiðjuhallarinn-
ar veit að járnbrautinni, enn að baki eru fjórar
langar stórbyggingar þrígólfaðar, með 70 feta breið-
um göngum á milli; í göngum þessum eru járn-
brautir, og renna vagnarnir á þeim meðan á smíð-
inni stendr, frá einni smíðstöð til annarar, frá
fyrstu byrjun og þangað til þeir eru orðnir að hin-
um miklu og skrautlegu vagnhöllum. Verksmiðju-
húsin ná yfir fullar 19 vallardagsláttur. I framhlið-
inni eru skrifstofurnar, sem skift er í margar deild-
ir, og er þar mikill hópr verkfræðinga, dráttlistar-
manna og annara starfsmanna, og skortir þar ekki
nein þau áhöld, er vísindamenn nota; þar eru hljóm-
berar (telefónar), ritvélar o. s. frv. Fyrsta vagn-
grindin er smíðuð og sett saman í fjórum stöðum :
í járnsmiðjunni, þar sem járnið er hamrað, í járn-
steypuhúsinu, þar sem gerðerulöO hjóloglðOO vættir
af öðru steypujárni á hverjum degi og í trésmíða-
húsinu, sem er áfast við feiknastórt þerrihús, þar
sem trjáviðrinn er þurkaðr. Síðan hleypr vagn-
grindin milli smiðanna, fyrst til hinna listfengu smiða,
sem fága og slétta smíðina, og kunna að fara svo
með ameríkskar viðartegundir að snild er á, þá til