Iðunn - 01.06.1886, Page 124
418
Pjeturskirkjan í Róm.
unarlausu óhæfu, er lýsti sjerí syndalausnarsölunni,
þar sem kirkjan seldi hverjum sem keypt gat lausn
fyrir hinar hræðilegustu syndir. Engum manni dett-
ur heldur í hug, hvað ódýrt var að kaupa sjer synda-
lausn um þær mundir........ Vjer lröfum fyrir oss
fróðlegt skjal þar að lutandi, samið og samþykkt
af hinni kaþólsku kirkjustjórn, og staðfest af ein-
hverjum hinum menntaðasta páfa á þeim tímum
(Leó tíunda) og prentað í Eóm. það er ef til vill
fallið í gleymsku fyrir elli sakir og af því, hvað fá-
gætt það er; en úr því að vjer höfum nú einu sinni
náð í það, þá getum vjer ekki neitað oss um þá
ánægju, að rannsaka fáeina vatnsdropa úr trúar-
uppsprettu þeirir, er Pjeturskirkjan á sinn mesta
vöxt og viðgang að þakka. Skjalið er hlátt áfram
einn af syndalausnartöxtum þeim, er kansellí
páfa gaf út á öndverðri 16. öld. Hann er á latínu,
og prentaður í Eóm 1514. Verðið er talið í grossi,
en slíkur peningur samsvarar hjer um bil 37 aur-
um. (T. d. 100 grossi sama sem 37 kr., 50 gr. = 184
kr., 10 gr. =3 kr. 70 a., o. s. frv.).
Taxtinn er þessi:
1) Fyrir að mega slá peninga . . . 500 grossi
2) Fyrir að mega gefa út griðabrjef . 100 —
3) Fyrir að rnega færa vantrúuðum
þjóðum vörur á skipum 100 —
þetta voru nú dýrustu rjettirnir. Svo koma
meðalkrásirnar, og eru það einkum kirkjulegar
yfirsjónir og ávirðingar :
4) Fyrir að slaka til við ríkan mann í syndagjöld-
um 50 grossi