Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 147
441
Borgin Pullman.
handa verksmiðjunum og verkmönnunm, sem vinna
í þeim. Höfuðstóll félagsins, sem varið hefir verið
til fyrirtækisins, er 6 miljónir dollara, og gengr
mikill hluti af því fé til verksmiðjanna, og verða
þær því að svara þeim kostnaði. Enn fær þá fé-
lagið þessa 6 af hundraði í vöxtu af höfuðstólnum?
Ætli leigan af íbúðarhúsum, biiðum o. s. frv. sé næg
til að jafna upp byggingarkostnað þeirra, og enn
fremr allan þann kostnað, sem gengið hefir til
þess að byggja götur og garða, ræsi, vatnsrennur
og alþjóðleg stórhýsi, er engar tekjur eru af ? Pull-
man segir að svo sé. Reikúingar um það eru ekki
gerðir kunnir, og Pullman leyfir engum að grensl-
ast eftir því. Enn þess ber að gæta, að stórmikið
fé hefir verið sparað, með því að borgin öll var
bygð eftir nákvæmum fastákveðnum reglum frá
upphafi og verkið var svo rösklega a£ hendi
leyst. Alt hefir og verið key.pt í stórkaupum, og
félagið hefir sjálft lagt til efni og vinnu fyrir ódýr-
asta verð. þannig seldi félagið sjálft tiglsteininn,
er hafðr var í byggingarnar, fyrirmiklu minna verð
enn venja er til. Eigi að síðr er það efasamt, lrvort
fyrirtækið getr staðizt kostnaðinn.
Enn hvað sem því líðr, er Georg M. Pullman
heimsfrægr maðr fyrir verk sitt, og nafn hans mun
jafnan uppi verða. Með byggingu borgar sinnar
hefir diann gert tilraun til að ráða fram úr hinum
helztu og erfiðustu vandamálum mannfélagsins á
vorum tímum. Enn ef þetta umbótaverk á að verða
til eftirdæmis, þá er nauðsyn að vita, hvað kostnaði
og ábata líðr. Ef slíkt fyrirtæki væri ábatavæn-
legt, mundi það livetja auðmennina til að gera