Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 139
433
-Borgin Pullman.
að hana varð að flytja á 35 stórum flutningsvögn-
um, enn þyngd hennar var að samtöldu yfir 600
tons. 2. apríl 1881 var búið að setja hana sam-
an aftr, og dóttir Pullmans, lítil stúlka, er Plo-
rence heitir, hratt þessu vélarbákni á stað með heud-
inni. Vélin hefir 2400 hesta afl; hún hreyfist ró-
lega eins og vagga og er spegilfögr eins og gangverk
í úri. I marmarahöll henuar er enginn hávaði;
þar er hátíðleg þögn eins og í kirkju. Síðan hefir
vélin unnið nótt og nýtan dag og hvílist aldrei.
Hjólás úr stáli, sem er 9 þumlungar á þykt, liggr
úr vélinni um 600 feta langan gang neðanjarðar,
og frá þessum ási er hreyfingaraflið leitt þaugað
sem þörf er á. Jpað er mikil áhætta, að ætla ein-
um krafti, einni vél, að gera alt þetta, því að þótt
höfuðvélin sé örugg, þá getr svo farið, að hinn langi
hjólás bili, sem svo mikið er undir komið. Eru
því hafðar til vara minni gufuvélar, sem til á að
taka, ef slys ber að höndum.
þ>að er venjulegt álit manna, einkum í Ameríku,
að verksmiðjunum sé samfara alls konar óþrifnaðr,
sorphaugar og kolahrúgur, forarpyttir, illir akvegir
o. s. frv. Verksmiðjan í Pullman er ljómandi fögr
og hvergi blettr á neinu; stéttin með fram hús-
unum er lögð fiögusteini, slétt og hrein sem stofu-
gólf. A aðra hönd er garðr með runnum og blóm-
beðum; þar er tilbúið lítið stöðuvatn, sem álftir
synda á; þar er hrynjandi gosbrunnr; klettar
vaxnir burknum og með freyðanda fossi o. s. frv.
|>etta er hinn fegrsti garðr, og er haun girtr háum
Iðunn. IV.
28