Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 30
324
Jónas Jónasson :
Vir c; fjórða daginn brúki hann ekkert; og svo eins
aftr; takist inn í hvítasykri; finnist honum inntök-
urnar of sterkar, skal minka þær um einn dropa.
Svona skal þetta brúkast þar til búið er«.
Eétt í þessu kom kaffið; það hafði gengið heldr
seint með það, af því að þorbjörg hafði verið beðin
þar úr næsta koti að láta sig vita, þegar læknirinn
kæmi; en er hún fór, gat hún ómögulega staðið af
sér að bíða ekki eftir kaffi, af því að það bauðst.
Ekki bar á öðru enn þeir félagar gæti drukkið
það, og var það þó í sterkara lagi.
fegar Asmundrvar biiinn að skila bollanum, sagði
hann :
»Ekki býst eg við að Arni komist á fætur fyrri
enn ettir mánuð, enn ef eg reikna rétt út, sern mér
hefir reyndar skjaldan fatazt, hafi eg lagt mig til
eins og núna, og ef þið haldið reglulega áfram með
meðulin, þá vonast eg eftir að hann verði albata
um jólaföstubyrjun«.
»Ætli það sé munr, eða hin ósköpin sem kom í
sumar, sem gaf litlar vonir og slettur í tilbóta sagði
þorbjörg um leið og hún saup út af úr bollanum
sínurn.
1 þessu komu boð inn, að það væri fólk úti, sem
vildi tala við lækninn.
»Já, því liggr ekki svo á, farðu út og segðu því að
eg skuli koma strax«, sagði hann við þann, er boðin
bar, og snori sér síðan til Bjarnar; »er það þá
nokkuð meira?«
»Nei, enn hvað kostar nú þetta altsaman?#
»Já, það er nú nokkuð alls : ferð mín hingað og
fyrirhöfn kostar 3 krónur, og 1 króna fyrir fylgdar-