Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 114
408
Pjeturskirkjan í Kóm.
en páfarnir svo fjevana, að þeir gátu eigi reist
nýja kirkju. }?á settist Nikulás páfi, hinn 5. með
því nafni, í »stólinn helga», og var hann maður
stórhuga, og ljet sjer eigi allt í augum vaxa. Hann
rjeð með sjer, að rífa hina gömlu, æruverðu Pjet-
urskirkju, og reisa í hennar stað aðra nýja kirkju,
er bera skyldi af öllum öðrum að stærð, fegurð og
skrauti. Hún skyldi vera það furðuverk, er eig
yrði yfirstigið; hún skyldi standa um aldur og æfi,
og skyldi geta rúmað þær hersveitir af pílagrímum, er
um þær mundir streymdu til Rómaborgar til þess að
fá syndakvittun, auk allra íbúa Rómaborgar oghinn-
ar mannmörgu kaþólsku prestastjettar.
Arið 1450 var tekið til vinnu, eptir mynd, sem
Bernardino Bosellini frá Florenz hafði búið til; var
byrjað á vesturhlið kirkjunnar, langt fyrir utan
apturhlið gömlu kirkjunnar. j?að var þó eigi kom-
izt nema nokkrar álnir frá jörðunni; þá var hætt
við smíðina, og var ekkert að henni unnið á stjórn-
arárum 7 næstu páfa, í 50 ár. En 1503 steig Júlían
della Rovere í páfastólinn og nefndist Júlíus, hinn
annar með því nafni. Hann var eigi svo gerður,
að hann vildi láta neitt það ógert eptir liggja, er hon-
um þótti slægur í. Hann ljet taka aptur til starfa
1506, og fjekk yfirumsjón smíðarinnar í hendur
hinum ágæta byggingameistara sínum Donato
Lazzari, sem er alkuunastur með nafninu Bramante',
hafði hann búið til uppdrátt til kirkjunnar, er hinum
listfróða Júlíusi páfa fjell einkarvel í geð. Að aflok-
inni guðsþjónustu í gömlu kirkjunni, er átti að
standa þangað til hún yrði fyrir við byggingu
hinnar nýju, steig páfinn 2. apr. 1506 niður í hina