Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 74
368
Paul de Saint-Victor.
Keisarinn gerði ekki nema brosti og mælti: »Sá seki
átti það ekki fremur skilið». Kómverskur riddari nokk-
ur, er var varpað fyrir ljónin, kallaði upp, aðhann
væri saklaus. Kalígúla bauð þá að draga hann út,
skera úr honum tnnguna og flytja hann síðan apt-
ur inn til ljónanna á leiksviðið. jpegar systir hans,
Drúsilla, var dáin, ljet hann hálshöggva þá, seni
grjetu ekki, af því að það var systir hans; en
þá, sem grjetu, ljet hann krossfesta, af því að hún
væri gyðja. Hann bauð foreldrunum að horfa á
aftöku barna sinna. Einhverju sinni svaraði eiun,
að hann gæti ekki komið fyrir kveisu (liðaverk).
jpá var Kalígúla svo göfuglyndur, að senda honum
burðarstól sinn. jpáttahljeið við hátíðahald hans
voru pínslir og óp hinna ákærðu hreimsöngurinn
við máltíðir hans. Hann ljet þá, sem hníga urðu
fyrir grimmd hans, dangla með smáhöggum til
bana. »Höggðu», -—■ sagði hann við böðulinn —,
»svo, að hann geti fundið, að hann er að deyja».
Sóunarsemi hans var engu síður óðs manns æði
en grimmd hans. Hann velti sjer allsberum á gull-
hrúgum, ljet bera gullbrauð og gullrjetti fyrir gesti
sína og drakk bræddar perlur (gimsteina).
Stundum hafði hann það sjer til gamans, að
svelta þjóðina, og ljet loka kornhlöðunum. |>egar
þessari föstu var lokið, var breytt til í gagnstæða
átt. Keisarinn gekk fram á veggsvalir, og kastaði
niður til lýðsins matvælum, aldinum, fuglum og
steypiregni af sestertíum (o : rómverskum pening-
um). En sá var galli á gjöf Njarðar, að saman
við þetta himnabrauð var blandað hárbeittuiíi hníf-
um, sem veittu mörgum manni sár og bana.