Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 143
437
Borgin Pullman.
gyltum gashjálmunum. jpegar komið er á áhorf-
endasviðið er að sjá fimm stúkur næst leiksviðinu;
þær eru gerðar í Mára-stíl og eru með silkifortjöld-
um. Mest prýði er að viðartegundunum, sem eru
alla vega litar'. Mjúkar gólfábreiður eru í öllu leik-
húsinu, svo að ekki heyrist skóhljóð. Útbúnaðr
áhorfandasvæðis og leiksviðs hefir kostað eigi
minna enn 35,000 dollara. Pullman á ekki ein-
uugis sjálfr leikhúsið, heldr er hann einuig forstjóri
þess.
þá er að nefna kirkjuna í Pullmau. Hún er
bygð í gotneskum stíl rir grænleitum steini; turn-
inn er 146 fet á hæð. Hún er leigð hverjum trúar-
flokki, sem vill nota hana og geldr bezta leigu.
»Baptistar« höfðu hana til leigu, enn síðan komu
»Presbvteriauar« og buðu meira. »Baptistar« verða
þó ekki ráðalausir fyrir það; þeir eru sjálfir að
koma sér upp kirkju, þótt eigi verði hún jafn-
skrautleg. Kirkjan hefir kostað 45,000 dollara, þar
af orgelið 3500.
Margir trúarflokkar eru í Pullman, enn uuglinga-
skóli er hinn sami handa öllum. það er álitlegt
hús með fjórum bekkjarsölum á hverju gólfi, og
hagað svo, að næg birta kemr frá vinstri 'nlið.
þar skortir heldr ekki nein áhöld til kenslu. 1
hverju herbergi er skápr til að geyma í föt barn-
anna og klefi handa þeim til að þvo sér, og er svo
um búið í öllum hinum nýrri barnaskólum í Ame-
ríku.
1 söluhöllinni á torginu er geymslustaðr fyrir
kjöt, fisk, kálmeti, smjör, egg, mjöl, brauð og aðr-
ar matvörur, eins og venja er til í öllum heldri