Iðunn - 01.06.1886, Page 129
Borgin Pullman.
Eftir
(5. St. <9L gBí
Smerfkumenn láta sér mest um það hugað, sem
að gagni má verða í lífinu; um kröfur fegurðarinn-
ar er minna skeytt, því að mannfélagið er yngra
enn svo, vinnuákafinn meiri enn svo, framtíðin ugg-
vænni enn svo, að kröfum hins fagra í lífinu verði
fullnægt. þetta kemr fram í hvívetna, í stóru og
smáu, svo í einstökum sem almennum efnum. þeg-
ar stofnað er til borgarbyggingar á einhverjum stað,
þar sem byggilegt er orðið, er þegar í upphafi samin
ráðagerð (plan) um verkið, og er það því hægra
sem sllkar ákvarðanir eru hvarvetna alveg hinar
sömu og ekkert er til tálmunar á byggingarsvæðinu :
það verða samstæður af breiðum götum þverhyrnd-
um (hornréttum), með skipulegum svæðum, þar
sem torg og reitir (squares) eiga að vera, enn borg-
arsvæðið getr teygzt í allar áttir og verið, eftir
atvikum, ýmist margar mílur á lengd eða einungis
nokkur hundruð faðma. Innan þessara ákvarðana
ór bygt og búið eftir því sem stundarþörfin heimt-
ar, og eingöngu litið á það, sem brýn nauðsyn
krefr. Allar nýbýlisborgir í Ameríku eru steyptar
í sama mótinu; þær koma upp og ná vexti og við-
gangi allar á sama hátt; þær veslast upp og þeim