Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 113
Pjeturskirkjan í Róm. 407
Agnesar, hins lieilaga Laurenzíusar og Pjeturs
postula.
Fyrsta Pjeturskirkjan var reist fyrir utau sjálfa
Eóm, á hægri bakka Tíberár, nálægt paðreimi Ner-
ós, þar sem talið var, að Pjetur postuli væri graf-
inn. Hún var aflöng, ferhyrnd, í basilika-stíl, með
ð »skipum», og var autt svæði fyrir framan hana,
sem umgirt var bogagöngum. Kirkjan sjálf hafði
að geyma gröf Pjeturs postula. Hún var skreytt
gulli, hvítum marmara og myndum vir ýmislega lit-
um marmaratöflum (mosaik). Dmhverfis hana lá
fjöldi af minni kirkjum, kapellum og klaustrum.
I þessari eldgömlu kirku var það, að Karl mikli
Frakkakonungur var vígður undir keisarakrúnu af
Leó páfa 3. Flestir af hinum svonefndu rómversku,
en rjettu nafni þýzku keisurum ljetu og krýnast
þar af páfa. þá hafa og fjölda margir páfar með-
tekið hina þreföldu kórónu í gömlu Pjeturskirkjunni.
Kirkja þessi hefir að öllum líkindum eigi verið svo
traustlega gerð, að hún fengi staðið margar aldir;
henni var opt breytt og aukið við hana. A þjóða-
flakkstímunum fjekk hún marga skráveifu; stund-
um var svo þröngt í búi hjá páfa, að hann hafði
eigi efni á að halda henni vel við, og einu sinni
gerðu Serkir strandhögg þar og rændu þá kirkjuna,
þvl að hún lá fyrir utan víggirðingar Eómaborgar.
Auk þess gerði tíminn sitt til, og í þau 70 ár, sem
páfinn sat í Avignon (á Frakklandi 1309—1377),
hirti enginn neitt um kirkjuna. þegar páfarnir því
settust aptur að í Eóm, fundu þeir höfuðkirkju
kristninnar beint að hruni komna, og svo illa út-
leikna, að það var eigi unnt að gera lengur við hana,