Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 104
398
M. Goldschmidt:
að lávarðartigninni og öllum eignum hans. Hann
hafði tekið það í sig, að vilja láta elska sig sjálfs
sín vegna, og því heimsótti hann konuefni sitt, sem
átti að vera, í dulargerfi. Annars sagði hann raun-
ar ekki ósatt. Hann hafði stundað háskólanám í
Oxnafurðu, en jafuframt tamið sjer bæði fagrar
listir og handiðn, gat verið bæði eins og pappírs-
búkur og harður af sjer, en framar öllu öðru var
hann svo gerður, að hann var þar allur sem hann
unni, og kaus sjer slíkt liið sama í móti.
jpegar hann hjelt á leið burt frá herragarði Kings-
ley lávarðar, sagði hann við sjálfan sig: »Nú verð-
ur gamli maðurinn vondur, og lætur nú verða af
því, sem hann hefir hótað mjer. Hann heldur að
hann geti svelt mig til kvonfangs. Jú, ýmist á jeg
að taka mjer þá fyrir konu, sem lízt á hfisið okkar
í Lundiinum, eða þá aðra, sem langar til að hún
móðir mín hrökkvi upp af sem allrafyrst, til þess
að geta náð í gripi hennar og gersemar, eða hina
þriðju, sem hugsar ekki um annað en að ríkja eins
og drottning á höfðingjasetri okkar langfeðga, eða
hina fjórðu, sem langar f þetta allt saman og þaðan
af meira.
Hefði jeg nefnt mig rjettu nafni, Hinrik Cecil,
þá er jeg handviss um, að hún hefði svarið þess
dýran eið, að hún elskaði mig út af lífinu, þótt
henni dytti ekki í hug að líta við rnjer, er jeg nefnd-
ist John Burke. Jeg hirði nú eigi um fleiri sýnis-
horn af því tagi».
Allt í einu rankaði hann við því, að hann átti
að vitja töskunnar sinnar hjá Hoggins bóuda. það
var eins og hýrnaði yfir honum ósjálfrátt, er það