Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 63
Bfiðlyf.
357
einkennis-miðar voru límdir á þær og leiðarvísar
til að nota lyfið látnir fylgja þeim.
Meðan þessu fór fram, samdi Hermann vottorð
og reit auglýsmgar. I auglýsingunum var lífs-elix-
írinn sagður dæmalaust lyf. Sá, sem ekki keypti
þetta lyf, væri í rauninni sjálfsmorðingi, því að
þessi »elixír« væri kraptaverk þessarar aldar. »Hann
er«, stóð í auglýsingunum, »sannarleg velgjörð fyrir
allt mannkynið. I margar aldir hafa menn leitazt
við að finna þjóðlyf, er ætti við öllurn meinum; nú
loksins hefir það lánazt; uppgötvun lífs-elixírsins er
hinn frægasti sigur, sem vísindin hafa nokkuru sinni
unnið. það er óþarfi að mæla með honum. Raun-
in er ólygnust«.
Vottorðin, sem Hermann samdi, voru þó enn
digurmæltari. Rússneskur ráðherra, sem reyndar
var hvergi til nema á pappírnum, kallaði Hermann
frelsara mannkynsins; prestur nokkur, B. að nafni,
gerði boð eptir 25 flöskum, af því að hættuleg
landfarsótt geysaði í sókn hans og mörgum hefði
batnað af lífs-elixírnum. Ekkja nokkur sendi lion-
um tárdöggvað þakkarávarp fyrir það, að hann
hefði frelsað öll þrjú börnin hennar frá dauðanum
með lífs-elixírnum, og bætti þessu við: »Ef mað-
Urinn minn sál. hefði þekkt þetta undra-lyf, mundi
hann efalaust vera enn á lífi hjer á jörðu«.
þess var eigi langt að bíða, að auglýsingarnar
og vottorðin hrifu; eptir fáa daga var farið að biðja
Um lyfið úr öllurn áttum, og Hermann átti fögrum
sigri að hrósa.
«Nú geturðu sjeð, að mjer hefir ekki slcjátlazt#,
sagði hann við bróður sinn. »þetta lyf hefir að