Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 123
Pjeturskirkjan í Róm.
417
gyllt bronze-beinagrind, sem dregur fortjaldið frá
hliðum dauðans. Já, mörg nöfn merkismanna,
karla og kvenna, verða hjer fyrir manni. Einn
snotur minnisvarði fræðir oss um, að jpar liggi
grafin Kristín övíadrottning, hin flug-gáfaða dóttir
Gústafs Adolfs. jpað er talinn einn höfuðsigur ka-
þólsku kirkjunnar, að hún fekk heimt í sitt »sálu-
hjálplega skaut« dóttur þess manns, er það fekk af-
rekað með sinni miklu hreysti og hugprýði og frá-
bærum kjarki og þreki, að trú mótmælenda varð
ofan á í norðurhluta Evrópu. Hver súla, er mað-
ur gengur .fram hjá, já, því nær hver hellan, sem
maður stígur fæti á, geymir leifar einlivers þess
manns, sem mikið hefur látið á sjer bera á leik-
velli mannkynssögunnar.
— jpað er lauslega minnzt á kostnaðinn hjer að
framan, til þessarar mestu og frægustu kirkjusmíð-
ar í heimi. jþar við bætist svo viðhald þessa mikla
bákns, og er mælt að það muni nema 120,000 kr.
A ári.
En hvernig var farið að standast hinn gífurlega
byggingarkostnað ?
»það er mjög slæmur snoppungur fyrir páfamenn
yfir höfuð«, segir Dr. Vilh. Bergsöe, »og sjerstaklega
fyrir Kristmunka, að hvernig sem þeir flækja og
krækja fyrir sannleikann, þá geta þeir aldrei und-
ið sjer út úr því, að þessi höfuðkirkja hinnar ka-
þólsku kristni var reist að miklu leyti fyrir synda-
lausnarfje það, er streymdi til páfa í því skyni
hvaðanæfa frá öllum löndum. jpað getur enginn
maður nú á tímum gert sjer í hugarlund þá blygð-
Iðunn. IV. 27