Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 153
Kína.
447
um á Formósa, en um veginn fer ekki annað eu
fótgangandi menn og hjólbörur. Svona er saga
hinnar fyrstu og einu járnbrautar til mannflutn-
iuga, sem til hefir verið í Kína hingað til.
£>ó er ekki svo að skilja, að Kínverjar sjái ekki,
hver liagur er að járnbrautum; en þeim þykja ýms-
ir agnúar á því, að koma þeim á að svo stöddu.
Til þess mundu þeir þurfa að fá bæði iitlenda verk-
fræðinga og útlent fjármagn, og vilja þeir lieldur
bíða þangað til þeir eru orðnir færir urn að láta
hvorttveggja í tje sjálfir.
I Kína eru samgöngur sjóleiðis eða optir ám og
vötnum víðast hinar bezt, uog eru Kínverjar lirædd-
ir um, að ef járnbrautir kæmu skyndilega upp,
mundi fjöldi manna verða atvinnulausir og fara á
vonárvöl, svo að það mundi leiða til almennrar upp-
reistar, en uppreistir eru að tiltölu margtíðar í
Kína.
það er ýmislegt, sem vinnur í kyrrþey að því, að
knýja Kínverja áfram á braut framfaranna, og þar á
rneðal mun eflaust verða síðarmeir fræðsla og for-
tölur innlendra blaða og bóka frernst í flokki. Kína
er ólíkt öðrum löndum í blaðamennsku, éins og í
flestu öðru. Kínverjar geta stært sig af því, að þeir
eiga hið elzta blað í heirni, og þó eru þar nú ekki
til nema ein þrjú blöð—Peking-Gazette, sem hófst
fyrii' átta hundruð árum, og tvö blöð gefin út f
Shanghai, bæði rnjög nýlega stofnuð. Peking-Gazette,
sem svo er kallaðíNorðurálfu, verður naumast kall-
að blað í nútíðarmerkingu þess orðs. það er eins og
London-Gazette eingöngu stjórnartíðindi, og hefir lít-
ið annað inni að halda en keisaralegar tilskipanir