Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 160
454
Kína.
oru hinu strangasta prófi, sein til er í'heimi. Fám
dögum eftir birtist skrá yfir þá, er staðizt hafa
próf þetta; eru það þetta kringum þrjú hundruð
af öllum hinum mikla sæg, er inn ganga í hreins-
unareldinn; fyrir þessum hinum fáu útvöldu blasir
þá allt í einu við braut glæsilegrar upphefðar og
embættisframa. Sá sem þar stendur efstur á blaði
þykir hinn mesti frægðarmaður í sínu landi, og sje
hann ekki bara eintómur bókarýnir, er hann ugg-
laus að verða með tímanum yfirdrottnari margra
miljóna af samþegnum síuum. Ekki er sett neitt
aldurstakmark íyrir prófum, og þess eru dæmi, að
þrír langfeðgar (afi, faðir og sonur) hafa gengið
undir próf í sama sinn. Sjaldán líður nokkurt
próf svo, að ekki kveðji einn eða fleiri heiminn í
þeirri prísund, og svo eru hafðar strangar skorður
við prófprettum, að líkið er látið síga í festi niður vegg-
inn á prófskálanum, til þess að fyrirgirða, að nokkur
maður gangi þar út eða inn, unz prófinu er lokið.
Kínverjar leggja iníkla áherzlu á kurteisis-siði,
og það reynir tíðum á þolinmæði bráðlátra útlend-
inga, or eiga opt erindi við þá, að mega ekki gera
annað fullan fjórðung stundar en beygja sig og fetta
á ýmsar lundir áður en farið er að vekja máls á
erindinu. Ef sá, sem heiinsækir mann, er em-
bættismaður, sem maður hefir aldrei hitt fyrri, og
varla heyrt að neinu getið, þá er það skyldukvöð
eptir kínverskum kurteisisreglum, að segja honum,
að lians mikli orðstír hafi borizt manni til eyrna,
og að maður hafi lengi þráð að líta hann augum.
Hann geldur húsráðanda gullhamrana með því að geta
þess, að hann telji sjer mikinn sóma að hafa fengið að