Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 51
Fundin Madeira.
345
lega fyrir hugleysi, og tólcst honum furðanlega að
hvetja ]pá til áræðis að halda nær sortanum.
Eptir því sem þeir færðust nær, urðu sjávardun-
urnar meiri og meiri, en þó ávallt hlje á þeim
þess á milli, og færðu þeir sig þá nær á meðan,
en þó með mestu varúð, og hörfuðu jafnskjótt und-
an, er dunurnar Ijetu til sín heyra á ný. þegar
þeir höfðu siglt þannig um hríð og smáþokazt-
nær sortanum, tók sortinn að skírast austan til,
en þó með undarlegum hætti. Sáust nú rísa upp
úr halinu svartir klettastrókar, og hugðu hásetar
það vera tröll og þóttust aldrei sjeð hafa ferlegri
sýn; þaðan heyrðust og dunurnar mestar, og urðu
þeir því mjög óttaslegnir. En bráðum kom þetta
hetur í Ijós, og voru það eigi annað en sjávarhamr-
ar, er brimið skall á.
þeir sigldu nú lengi fram með klettum þessum
áður þeir sæi nokkursstaðar fært að lenda fyrir
brimi og hömrum; en loks þrutu hamrarnir og
lægði þá brimið. Varð nú fögnuður mikill meðal
skipverja, og sáu allir greinilega, að land var fyrir
stafni, en eigi botnlaus hafgígur. Iiöfði dálítill
gekk fram í sjóinn og sigldu þeir í kringum hann.
Sargó gaf nafn höfðanum og kallaði hann St. Lár-
enzíushöfða. Suður frá höfðanum var láglendi,
fagurt á land að sjá og gott til lendingar; þar
lögðu þeir skipinu í lægi. Moralés fekk leyfi.
til að stíga fyrstur fæti á land þetta; var þá báti
skotið fyrir borð og reri Moralés í land með nokkr-
urn hásetum og lentu þeir í vík einni lítilli; þóttist
Moralés sannfærður um, að þetta mundi vera hin