Iðunn - 01.06.1886, Blaðsíða 84
378
Paul de Saint-Victor:
um auga á tvo fætur, sem stóðu fram undan dyra-
tjaldi einu. ETann tók í þær og dró til sín. Kom
þá í Ijós meinlaus manngarmur, sem kastaði sjer
á knje og bað sjer líknar. það var Kládíus, föður-
bróðir Kalígúlu, sem frændlið keisarans hafði jafn-
an haft að skotspæni og verið vant að reyna
fyndni sýna á.
Augustus rjeð optsinnis til þess, að láta
Kládíus koma sem sjaldnast fram fyrir þjóð-
ina. »ji>að er ekki hollt, að fólk leggi það í vana
sinn, að hlæja að okkur frændum og hjala um þess
konar efni«, var hann vanur að segja. jpað er til
brjef eptir hann, sem er hálft á grísku og hálft á
latínu. I því segir hann: »Kládíus getur haft for-
sæti við máltíðir prestanna, en það verður að láta
Sílanus frænda hana sitja við hlið honum, svo að
hann geti aptrað honum frá að segja vitleysur eða
gera nokkur asnastryk. Við cirkus-leikina má hann
ekki sitja í bekkgólfi keisarans, því að þá gætu
menn sjeð nann í fremstu röð«. 1 hinum stórkost-
legu átveizlum fór hið hlálega frændlið Ivládíusar
með hann eins og leikfang. Eptir máltíðina syfj-
aði hann opt, og blundaði; þá hentu menn í höf-
uð honum steinum úr döðlum eða olíviðarávöxtum,
og keskisnápar hallarinnar lömdu hann með stokk-
um, unz hann stóð upp. Stundum ljetu menn
kvennskó upp á hendur honum, svo að hann skyldi
núa þeim í andlit sjer í fátinu, þegar hann vakn-
aði.
Liðsmaðurinn hjálpaði nú þessum veslings-garmi
til þess að komast á lappirnar, varpaði sjer á knje
frammi fyrir honum og kvaddi hann með keisaranafni.